Ok. Hvað ertu að bulla otti?
Ég er sammála því, að þetta er orðinn algjör skrípaleikur, en það er ekki að ástæðulausu.
Kanadaforseti var tilkynntur daginn eftir, það er rétt, en munaði nokkur hundruð atkvæðum í tugmilljónmanna þjóð? Nei.
Þessi deila er mjög skiljanleg. Gore (eðlilega) telur að brögð hafi verið í tafli með talningu atkvæða, og Bush myndi álykta hið sama ef að hann hefði verið undir í talningunni. Það er gjörsamlega nauðsynlegt að handtelja þetta, til þess að fá sem nákvæmastar tölur, og úrskurða þetta án þess að einhverjir dómarar (sem gætu látið stjórnast af pólitískum hagsmunum) þurfi að blanda sér í málið, sem reyndar er þegar búið að gerast.
Bandaríkin hafa gert sig að athlægi vissulega, en ástæðan er ekki þessar forsetakosningar, heldur frekar vegna þess að rúmlega helmingur þjóðarinnar kaus ekki.