Ég fæ það stundum á tilfinninguna að það sé fullt af fólki sem
heldur það að tala “rétt” íslenskt mál sé undirstaða
menningar á Íslandi.
Tungumál eru til þess að geta tjáð hugmyndir sínar,
tilfinningar og fleira. Og maður velur þau orð sem maður telur
lýsa best þessum pælingum sínum eða tilfinningum. Og ef
það sem er verið reyna að segja kemst til skila:Mission
accomplished, og það þarf ekkert að vera hugsa meira um
það.
Ég tala við vini mína öðruvísi en móður mína.. og vel þau orð
sem mér finnst best henta við hverjar aðstæður hverju sinni,
hvort sem það er “rétt” íslenska, enska, einhvað sambland af
einhverjum tungumálum eða bara einhver bullorð sem gæti
hugsanlega lýst því sem ég er að pæla.
Þótt tungumál okkar sé hluti af okkar menningu okkar þá er
það að mínu mati ekki aðalatriðið. Það er margt sem skapar
okkar menningu.. t.d. skata, drekka sjaldan en mikið í einu,
þorrablót, rakettur, harðfiskur, brennur, fara í buisness eins og
aðrar þjóðir spila Matador, eilífur samanburður við aðrar
þjóðir, eiga endalaust magn af bílum og svona mætti lengi
telja… tungumálið er einugis til þess að tjá sig um þessa hluti
og fleiri og þótt við töluðum öll ensku (eða einhvað) þá þarf
það ekki að þýða að þessir hlutir breytist einhvað..
Tungumál þróast og það hefur ekkert upp á sig að vera að
reyna að halda í einhverja hrein-tungu-stefnu ..eða hvað sem
þetta er kallað..
Hættum þessu málrembing!
peace
potent