Ég held einmitt að það yrði ekkert minna um ótímabærar þunganir, heldurðu t.d. að þær stelpur sem verða óléttar núna, kannski 15, 16 ár gamlar séu að því vegna þess að þær treysta bara á að geta farið í fóstureyðingu? NEI, auðvitað ekki, þetta er bara þessi týpíski “það kemur ekki fyrir mig” hugsunarháttur. Einnig er mikið um að stelpur sem eru með eldri strákum trúi bara því sem þeir segja þeim, t.d. að það sé allt í lagi ef hann “tekur hann út áður” og eitthvað svoleiðis kjaftæði. Svo er þetta með kynfræðsluna, ég man t.d. ALDREI eftir að hafa fengið neina kynfræðslu þegar ég var yngri. Það að segja að kynfræðsla hvetji bara krakka til að byrja fyrr er reyndar kannski að vissu leyti satt en samt, hún verður að vera einhver.
Og það sem er alltaf verið að tala um að það sé miklu meira um unglingaþunganir og -fóstureyðingar hér á landi en annars staðar, sérstaklega þegar miðað er við Norðurlöndin (afhverju er alltaf miðað endilega við Norðurlöndin?), það má vel vera að meira sé um það að barnungar stelpur verði óléttar hér en annars staðar en það er alls ekki satt að hér byrji unglingar fyrr að stunda kynlíf en annars staðar, a.m.k. ekki af því sem ég hef séð bæði hér heima og þegar ég hef dvalið erlendis og af þeim samtölum, sem ég hef átt við erlenda vini mína á mínum aldri, að dæma.
Mér finnst þess vegna sniðugt að auka bara kynfræðslu (og hafa hana ALMENNILEGA!!!) ég held að það myndi skila sér.