Já, það er mín skoðun að fyrirtæki séu rekin í þeim tilgangi fyrst og fremst að skaffa hluthöfum sínum hagnað, hvort sem hann er á formi peninga eða einhvers annars.
Ég fæ bara ekki séð hvernig fyrirtæki eiga að geta virkað ef hagnaður skiptir ekki máli. Væntur hagnaður er jú eitt aðal tækið sem stjórnendur nota til ákvarðanatöku. Hvernig eiga fyrirtæki að velja sér markmið ef hagnaðurinn skiptir ekki máli? Hverning eiga þau að stýra fjárfestingum sínum ef hagnaður skiptir ekki máli?
Gættu að því midgardur, að ég held því ekki fram að hagnaðurinn þurfi endilega að felast í peningu. Hann getur falist í öðru. s.s. atvinnutækifærum.
Hversvegna skyldu fjárfestar ekki yfirgefa fyrirtæki þegar það uppfyllir ekki lengur þarfir þeirra? Ef hestakerruverksmiðjan sem alltaf hefur framleitt góðar og vandaðar hestakerrur, neitar að horfast í augu við að vara þess er úrelt, á þessi verksmiðja einhverja kröfu á því að ég haldi áfram að bakka hana upp? Mín skoðun er sú að svo sé ekki.
Jafnvel þó að fyrirtæki hafi góð og traust markmið, þá er ekki þarmeð sagt að þau eigi einhvern rétt á því að hluthafar haldi áfram að bakka þau upp. Tökum bara sem dæmi tvö útgerðarfyrirtæki. Bæði fyrirtækin hafa það að markmiði að skaffa góða vöru á samkeppnishæfu verði. Nú gerist það að hluthafarnir í öðru fyrirtækinu vilja fá sinn hagnað á formi atvinnutækifæra í plássinu. Þeir eru reiðubúnir að sætta sig við að fyrirtækið sé rekið á núlli, svo framarlega sem að það skapi vinnu í plássinu. Hitt fyrirtækið miðar að því að skapa arð á fromi peninga. Markmið félaganna eru enn hin sömu, að skapa góða og ódýra vöru. En mig varðar ekkert um það hvort fólk í tilteknu plássi úti á landi hafi vinnu eða ekki. Hagnaður þess fyrirtækis er því verðlaus fyrir mér. Á þetta fyrirtæki þá einhverja kröfu á því að ég haldi áfram að bakka það upp þegar hagsmunum mínum er betur borgið með því að bakka hitt fyrirtækið upp?
Hvernig á svo að meta markmið og tilgang fyrirtækja ef arðsemi skiptir ekki máli? Ef Íslensk bjúgaldin hf. hafa það að markmiði sínu að taka allan Sprengisand undir bananaekrur, er það gott og traust markmið? Á þetta fyrirtæki einhvern sjálfsagðan rétt á því að fólk leggi fé í þennan rekstur?
Nei, mín skoðun er sú að fyrirtæki geta ekki haft önnur markmið eða tilgang en þann að ná fram því sem eigendur þess stefna að, hvort sem það eru aukin atvinnutækifæri, peningngar eða íslenskir bananar. Eina leiðin til að meta fyrirtækin er þá hversu vel þau ná þeim markmiðum eigenda sinna.
Bumburumbi.
bumburumbi:
Hvernig getur það verið verið meginmarkmið fyrirtækja að skila eigendum/hluthöfum hagnað, jafnvel þótt hann sé í öðru formi en peningalegur?
Þú getur gert þá kröfu að fyrirtækið skili hagnaði, en það getur aldrei verið meginmarkmið fyrirtækisins, meginmarkmiðið er starfsemi þess. Þannig er meginmarkmið símafyrirtækja gagnaflutingur, meginmarkmið saufjárbóndans sauðfjárrækt, meginmarkmið banka fjármálasýsla osfrv.
Ef einhver fær þá hugmynd að breyta Sprengisandi í bananaplantekru, þá er meginmarkmiðið að koma þar upp banaplantekru. Má vera að fáir hafi trú á hugmyndinni og fáir vilji henta fé í slíka vitleysu. Það skiptir ekki öllu máli, má vera á frumkvöðullinn hafi brilljant hugmynd, markmiðið hans er að brauðfæða heiminn, án hagnaðarsjónarmiða. Hann þarf hins vegar fjármagn til að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd og það er í raun eini tilgangur fjármagnsins að knýja þessa sköpun hans og hugmynd áfram og gera hana að veruleika. Til þess þarf oft mikla þrautseigu og sagan hefur einmitt sýnt að þrautseigjan er öflugast vopn frumkvöðulsins hvort sem hann setur fé í hugmyndina eða á hugmyndina sjálfur.
Vil aftur taka það fram að það geta svo margar aðrar hvatir en gróðasjónarmið legið að baki því að menn ákveða reyna rekstur á einhverju.
p.s. kannski eru við meira sammála en ósammála um flest í þessum efnum en skrif okkar gefa tilefni til.
M.
0
Ég held nú að við séum að mestu leiti sammála, nema um það hvar markmiðin liggja. Ég tel að það séu eigendur fyrirtækjanna sem setji markmiðin, en ekki að fyrirtækið hafi einhver abstrakt markmkið óháð eigendum sínum. Markmiðin breytast því eftir þörfum hluthafanna.
Nokia hefur þann tilgang að skapa hluthöfum sínum sem mestan arð. Þegar í ljós kom að þessu markmiði var betur náð með því að framleiða farsíma heldur en með því að framleiða gúmmístígvél, þá breyttust markmkið félagsins. Nokia hætti að einbeita sér að því að framleiða góð og ódýr stígvél og fór að einbeita sér að því að framleiða góða og ódýra farsíma.
Málið er að peningar hafa ekki sjáfstæðan vilja né heldur hafa þeir einhver sérstök markmið. Þeir lúta vilja eigandans. Enginn legur peninga í fyrirtæki nema hafa einhvern tilgang með því. Ef fyrirtækið vinnur ekki að því að ná fram vilja hlutafjáreigandans, þá leggur hann einfaldlega peninginn í annað fyrirtæki sem gerir það. Ef það er markmið mitt að halda uppi atvinnu á Austfjörðum, þá legg ég ekki aurana í saumavélaverksmiðju á Indlandi. En ef ég hef það markmið að ávaxta peningana sem best, þá fjárfesti ég heldur heldur ekki í taprekstri austur á fjörðum, jafnvel þó að það haldi uppi atvinnu.
Bumburumbi.
0
bumburumbi:
Auðvitað er það rétt að eigendur setja fyrirtækinu markmið. Um það deilum við ekki. Það er líka rétt að markmið fyrirtækja eru síbreytileg enda búum við í síbreytilegum heimi sem fyrirtæki og einstaklingar verða að aðlagast að.
Nú þekki ég ekkert til Nokia, veit ekkert um forsögu þess, né heldur hvert var markmið þess að áherslur fyrirtækisins breytast. Þar fyrir breytist meginmarkmið úr því að vera stígvélaframleiðandi í að verða farsímaframleiðandi.
Yfirmarkmiðið getur verið að komast af við breytt skilyrði eða nýja markaðsmöguleika, þ.e. sjálfsbjargarviðleitni. En það er ekkert sem bendir til að það sé græðgi. Græðgi er sérstakt fyrirbæri sem er miður holt og leiðir ekki til neins góðs. Þetta er í raun bara það sem ég vil koma að og bakka ekki með.
M.
0
Þetta finnst mér nú hálfgerð hundalógík. Þú ert að segja að græðgi sé slæm vegna þess að það sé eðli græðginnar. Það sem ég vil fá að vita er hvað er það í eðli græðginnar sem gerir hana slæma, hversvegna skyldi ég fallast á þá fullyrðingu að grægði sé alltaf „sérstakt fyrirbæri sem er miður holt og leiðir ekki til neins góðs“?
Bumburumbi.
0
bumburumbi:
Nú veit ég ekki hvort við höfum sama skilning á græðginni, sennilega ekki. Það hefur svo margt ritað um græðgina, nægir bara að segja að hún er andstæð skynsamlegri efnahagslegri hegðun. Græðgin er fyrirhyggjulaus, hún er rányrkja.
M.
0
midgardur:
Ahugaverd vangavelta um “grædgi”:
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?i d=462
Thetta ord er EKKERT nema tulkunaratridi og thott THJER personulega finnist eitthvad vera grædgi tha er thad einungis thitt mat og ad ætla ser ad dæma allt ut fra eigin mati og tulkun og ætlast svo til ad undir thad se tekid er hrein og bein firra.
0
Nú, og þá spyr ég, að hvaða leiti er það rányrkja og fyrirhyggjuleysi að marmkið félaga séu sett af hluthöfum þess en ekki einhverjum öðrum?
Bumburumbi.
0
0
Midgardur, í upphafsgrein þinni kvartar þú undan því að
„Markmið tryggingarfyrirtækja er ekki að tryggja tryggingartakann, heldur að græða á honum fyrir hluthafana, m.ö.o. markmið fyrirtækisins er sett af hluthafanum en ekki af sérstöðu þess. Markmið olíufyrirtækja er ekki að selja bensín heldur að græða á þeim sem kaupa bensín“
Þú segir líka að græðgin sé „andstæð skynsamlegri efnahagslegri hegðun. Græðgin er fyrirhyggjulaus, hún er rányrkja.“
Og því spyr ég, að hvaða leiti er það rányrkja og fyrirhyggjuleysi að marmkið félaga séu sett af hluthöfum þess en ekki einhverjum öðrum?
Bumburumbi
0
bumburumbi:
Það er það þegar persónuleg græðgi stýrir afstöðu hluthafanna, þegar þeir nálgast fyrirtæki sem hverja aðra druslu sem þeir geta kreyst út úr hverja krónu og yfirgefið síðan. Slíkir hluthafar eru engin blessun fyrir fyrirtækin.
Nú gildir þetta auðvitað ekki um alla hluthafa, vonandi undantekningar. Mál mitt snýst auðvitað um siðferði í viðskiptum.
M.
0
Það verður að ríkja sanngirni í viðskiptum. Þar er ég alveg sammála þér. Fyrirtæki eiga að endurspegla hagsmuni hluthafa sinna. Það er ekki sanngjarnt að fyrirtæki hygli sumum hluthöfum á kostnað annara hluthafa. Þegar að slíkt gerist verður að leysa ágreininginn milli hluthafanna á sanngjarnan hátt. Vandinn liggur kannski í því að meta hvað sé sanngjarnt og hvað ekki.
Bumburumbi.
0