Ég var inni á fréttavef morgunblaðsins www.mbl.is og þar rakst ég á þessa undarlegu “frétt” og langaði bara að beina athygli ykkar að henni.


“Nýr gosdrykkur á markaðinn

Gosdrykkurinn Mountain Dew kemur í verslanir á Íslandi næstkomandi föstudag. Ölgerðin Egill Skallagrímsson er framleiðandi og umboðsaðili Mountain Dew á Íslandi en þessi gosdrykkur er þriðji mest seldi gosdrykkur Bandaríkjanna á eftir Coca-Cola og Pepsí, samkvæmt upplýsingum frá ölgerðinni.
Ísland er þriðja Evrópulandið þar sem Mountain Dew kemur á markað. Nokkrar vikur eru síðan drykkurinn kom fyrst á markað í Póllandi og Finnlandi.

Mountain Dew er orkuríkur ávaxtadrykkur. Verður hann fáanlegur í hálfslítra og einslítra plastflöskum.”


Ég sé enga ástæðu til þess að benda á það hvers vegna ég tel þessa “frétt” vera undarlega og tilefni til umræðu.

Þó svo að Morgunblaðið hafi alla tíð verið á mörkum þess að geta talist til alvöru fréttablaða, sökum þess hversu stór hluti blaðsins er ekki fréttir heldur auglýsingar, dánartilkynningar og annað álíka “áhugavert”, þá hefur sjálfur fréttaflutningurinn almennt verið af þokkalegum gæðum.
Kannski er þetta einhvers konar málamiðlun í stað þess að taka greitt fyrir aðgang að fréttum blaðsins á netinu. En þar sem ekkert slíkt hefur verið gefið út að hálfu Morgunblaðsins þá verður þessi “frétt” að teljast sem tákn um þann nýja botn sem fréttflutningur blaðisin hefur náð.

Hver er ykkar skoðun á þessari frétt ?