Þar sem við lesum flest ekki hugsanir er afar erfitt af hvaða hvötum fólk gerir eitt né neitt.
En skiptir það einhverju máli?
Ef einhver bjargaði þér frá drukknun, til dæmis, af samúð, eða til að fá mynd af sér í blöðin,….veistu ég held að þér væri bara alveg nákvæmlega sama.
Við búum öll yfir “ómerkilegri” hvötum, svo sem hégóma. Þess vegna láta sumir reisa munaðarleysingjahæli og svona í sínu nafni í stað þess að gera það bara nafnlaust. Er það samt ekki þannig séð betri nýting á hégóma en að ætla að öðlast frægð og frama og virðingu með að komast á ólympíuleikana, til dæmis? Nú eða vinna fegurðarsamkeppni? Segjum að hvatir Waris væru eitthvað blendnar,….rýrir það þá eitthvað það sem hún er að gera, eða væri það bara hvatning til annara að gera heiminn betri stað með að nýta hégóman í betri hluti? (Ekki að ég þykist neitt vita um það.)
Er svo ekki líka ágætt að hafa mennska hetju sem gerir sig jafnvel að fífli og á við vandamál að stríða. Við getum ekki öll verið Móðir Teresa eða Jesús. Er þetta ekki bara ágætis hvatning til Íslendinga sem drekka nú stundum fullmikið á röngum augnablikum og hegða sér illa…….að þeir geti nú samt látið gott af sér leiða, og verið hetjur á sinn hátt?
Ég veit ekki hvort hún fékk mikla hjálp við að skrifa bókina eða ekki. Þó hún hafi ekki margar gráður upp á vasan má vel vera að hún hafi lesið eitt og annað. Halldór Laxness, sem eitt af ótal dæmum, var heldur ekki sérlega menntaður í öðru en kaþólsku (hann ætlaði að verða kaþólskur prestur þar til hann missti trúarsannfæringuna). Að öllu öðru leyti var þessi fallisti mest sjálfmenntaður og fyrst hann gat samt náð svona langt þá gæti Waris, með sín minni afrek, ef bara er miðað við skriftirnar, auðvitað verið það líka.
Það er bara ekkert ólíklegt. Svo er hún auðvitað heimsborgari og hefur kynnst mörgu og það gæti hafa bætt upp menntunarskortinn, hún gæti hafa lært að tjá sig svona vel í svona glæsilegri útgáfu en gengur og gerist af skóla lífsins.
Ef raunin er sú að skortur hennar á menntun eða fleiru valdi því að hún sé ekki svo góður penni, svo hún hafi ákveðið að ráða leigupenna, þá finnst mér það skynsamleg, aðdáunarverð ákvörðun af hennar hálfu og gera verk hennar meira virði.
Afþví að með því að hafa bækurnar vel skrifaðar gerir hún meira fyrir málsstaðinn…..og tilgangurinn helgar meðlagið…..Og segjum að fleiri lesi þetta afþví hún “gleymir” (annað en ljúga) að taka fram að einhver óþekktur blaðamaður með flösu og alles kannski hafi skrifað þetta fyrir hana, (þar sem hún, sem kona sem er enginn hálfviti, veit að fleiri munu lesa orð sem þeir trúa að komi beint úr þessum fagra ofurfyrirsætumunni hennar) , þá er það bara “smart move” fyrir málsstaðinn. Ágætt að nýta sér yfirborðsmennsku fólks í þágu góðs málefnis frekar en láta hana verða til einskis?
Ef konan er ofdrykkjamanneskja ofan á allt saman og kann sig ekki á almannafæri alltaf, segi ég bara “Geri aðrar fyllibyttur betur. Hún er góð fyrirmynd fyrir þær!”
(Ég meina hveeeeeeeer myndi ná langt í einu né neinu ef Jesús væri eina fyrirmyndin, nú eða hún Teresa? Það er bara tooooooo much og brýtur niður allt sjálfsálit mannlegra fólks kannski, svona ef þær væru EINU fyrirmyndirnar. (Fínt að hafa þær með samt)).
Waris virðist eiga við sín vandamál að stríða eins og aðrir….
Það er alltaf verið að tönglast á SÖMU VITLEYSUNNI við okkur “Elskaðu sjálfan þig, þá fyrst getur þú elskað aðra.” “Taktu til hjá þér, farðu svo og breyttu heiminum”…….Þetta er ekkert annað en LYGI.
Waris er bara aðdáunarvert dæmi sem afsannar þetta sjálfsmeðaumkunarrugl, um manneskju sem gat ekki breytt sjálfri sér en samt gert sitt til að breyta heiminum. Hefði hún frekar átt að vera í meðferð allan þennan tíma, á framkomu námskeiðum og svona? Nei, mér finnst hún hafa valið vel…
Og pælið í því, ef allir væru svooooona sjálfstæðir að vera alvöru múslimi, sem er helst frægur fyrir að vera berbrjósta (áður en mannréttindamálin komu til) og finnst bara allt í lagi að ganga um berbrjósta…..og er svo að fá orð á sig fyrir einstaklega ó-kórönsk drykkjulæti á almannafæri, ef allir væru nú svona sjálfstæðir …hvað væri þá minna um vandamál í heiminum? Ekki held ég að svona sjálfstætt fólk myndi nenna að standa í hryðjuverkum, hvorki á Norður Írlandi, Palestínu eða New York. Ekki nógu miklar hópsálir til þess….
Hennar uppreisnargjarna eðli á sér kannski ófágaðri hliðar sem komu fram í Eymundsson, en það er út af því sem hún er að berjast við siði og venjur milljóna samfélaga og þorir að vera helsta andlit baráttunnar út á við.
Waris gerir þetta bara allt á sinn eigin hátt og er frábær (vond) góð stelpa.
“Það er alltaf verið að tönglast á SÖMU VITLEYSUNNI við okkur ”Elskaðu sjálfan þig, þá fyrst getur þú elskað aðra.“ ”Taktu til hjá þér, farðu svo og breyttu heiminum“…….Þetta er ekkert annað en LYGI.”
Hvorki vitleysa né lygi, heldur ósköp eðlileg skynsemi. Það er a.m.k. mun auðveldara að gera öðrum gagn ef maður er fyrst með sitt eigið líf á hreinu. Ef allt mitt er í fokki - spólgraður, t.d., eða með stöðugar áhyggjur af því sem ég á og vill alltaf eignast meira og meira - þá er ekki eins líklegt að ég eigi eftir að geta gert öðrum nokkurt gagn, er það? Og ef mér tekst það, þá verður gagnið mun minna en það gæti verið ef ég væri fyrst búinn að koma mínum málum á þurrt.
Og sama með að elska sjálfan sig fyrst til að geta elskað aðra; þetta er kannske ankannalegt orðalag, en það er mun meira í þetta spunnið en þú virðist halda. Já já, ég get kannske elskað heiminn þótt ég hati mig, en ég á ekki eftir að njóta ástar frá öðrum nema ég elski mig, ég á ekki eftir að vita hvernig það er að vera elskaður. Og eins og áður: Skyldi það þó gerast, þá verður sú upplifun eins og deyjandi sprittkerti miðað við hvað væri hægt að finna ef maður elskaði sjálfan sig. Enn fremur, hverslags hundingjadraslást er það sem fer aðeins í aðra átt? Ég er alls ekki viss um að slíkt hafi nokkurn rétt til að kallast “ást”.
Og ég held að hún hafi unnið þó nokkuð vel í sér áður en hún fór í þessa “krossferð” (ef svo klunnalegt orð fyrirgefst). Hún var t.d. fyrirsæta, sem er oftar en ekki ágætis “egóbúst” auk þess sem það gefur gjarna vel af sér. Ég held að hún gæti alls ekki verið að þessu ef hún hefði ekki nokkrar hjólbörur af sjálfstrausti (sem er eins konar sjálfsást). Ef hún hugsaði alltaf “Æ, ég er svo ómerkileg, ég er svo mikið drasl” þá hefði hún ekki einu sinni flúið til að byrja með, þaðan af síður væri hún að standa í þessu núna. Ef svo skyldi þó vera að hún hugsaði svo, þá gæti hún gert mun betur ef hún hugsaði ekki þannig.
All we need is just a little patience.
0
Ég er satt að segja alveg sammála þér….
Það sem ég er að meina er að sumum finnst þeir verði að eyða svo gríðarlegum tíma í sjálfan sig áður en hægt sé að gera neitt fyrir nokkurn annan.
Fólk verði bara hreinlega að vera orðið fullkomið áður en það geti gert neitt af viti.
Síðan koma endalaus þegar….
“Ég ætla að gera þetta þegar…
ég er búin að (eignast þetta eða hitt, klára þetta eða hitt námið osfrv…), laga þetta eða hitt í mínu fari (hætta að stama, fá meira sjálfstraust, grennast, hvað sem vandamálið kann að vera)”
Þetta er náttúrulega bara rugl. Það er hægt að gera svo margt núna, eða amk. bráðum, þarf ekki að vera svo stórt til að byrja með…..En það er ágætt kannski að fólkið sem er virkilega að “gera eitthvað” eins og til dæmis Waris, sé kannski bara ekkert betra en aðrir að öllu leyti og hafi sína galla, og þó slúður sé auðvitað frekar neikvætt, þá er kannski eitthvað við það að vita að allar hetjur í fótbollta, skemmtanaiðnaðinum, listum, stjórnmálum eða hverju sem er öðru, sé nú bara fólk með galla eins og allir aðrir, sem veldur því að fólk fær frekar hvatningu til að gera eitthvað sjálft, heldur en ef eina hetjan okkar væri Móðir Teresa og fólk í stíl við hana.
Mér finnst alveg rétt að fólk eigi að elska sjálft sig, sumir eyða bara of miklum tíma í það og verða svo húkt á því að leysa hitt og þetta ímyndað í bland við raunverulegt vandamálið að það gerir lítið annað. Ég hef séð svoleiðis fólk, jafnvel fólk um fimmtugt og sextugt, sem sýnir að svona hugsunarháttur borgar sig ekki, það verður þá bara aldrei neitt úr hlutunum.
Þess vegna finnst mér ekki að það eigi að hlaupa upp til handa og fóta þegar það fréttist að einhver aðdáunarverð manneskja á einhvern hátt sé ekki fullkomin. Það gerir hana bara raunhæfari fyrirmynd fyrir annað fólk og afrek hennar meiri heldur en ef hún hefði alltaf búið í draumalandi og verið fullkomin að öllu leyti, nú eða eitt tíma sínum í að reyna að verða það, sem er ekki mannlega mögulegt fyrir einn né neinn, amk. hef ég aldrei hitt fullkomna manneskju.
0