OK, djöfull fór í taugarnar í mér um áramótin 99-00 að allir voru að tala um aldarmót, þetta er bara ekki rétt, okkar tímatal miðast við fæðingu frelsarans, 24 des, árið 1. ekki árið 0.
Það sem fór mest í taugarnar á mér voru allir asnarnir(mjög líklega þú líka, því það voru allir “uppsest” með þessi “aldarmót”)sem rökstunddu það að krakkar fæddust ekki 1 árs, heldur 0 ára og að það væri svo KÚL að það væru allar tölurnar að breytast í einu, hvað er að ykkur, á að gefa skít í allar staðreyndir og segja bara ALDARMÓT! bara því allar tölurnar breytast í einu… hversu einfalt getur fólk verið!
Það sem fór einnig í taugarnar á mér var hvað þetta var blásið upp, fréttastofur, sem ættu að rannsaka svona, voru alltaf að tala um aldarmótin, þó svo að fréttastofunarnar hefðu sagt einhvern tíman, að aldarmótin væru 00-01. Ég meina þetta hefur alltaf verið svona, allar bækurnar sem eru skrifaðar um einhverjar aldir eru um t.d árin 1801-1900!
Síðan líka asnalega orðið þúsöld sem ég heyrði, og varð svaka vinsælt, þetta orð meikar ekki sens,
kryfjum orðið, “þús” þýðir 1000, ekki satt og “öld” 100 ár. Þúsöld væri því 100.000 ekki satt? árþúsund er betra orð!
Síðan var maður hundfúll á gamalárskvöld, því ég var eini sem vissi í raun hvað var að gerast, hinir létu bara mata sig á því að það væri aldamót, og þeir allra fullustu sögðu, það er bara bæði, tvö aldarmót.. síðan var hlegið.. mér fannst þetta ekki fyndið, aldarmótin eru 00-01 ekki bæði og ekki 99-00.
Það voru allir bara “gleðileg aldamót” og læti, en þá fór maður að reyna að rökræða málin, það bara gekk ekki..
og þá er maður búinn að fá útrás fyrir því sem er búið að byrgjast upp í manni í næstum ár.
Ég vill benda fólki á að það er ekki neitt sem er “mér finnst” í þessu máli, það að segja “mér finnst” að aldarmótin hafi verið 99-00, er svipað og segja “mér finnst” nóvember enda 22. nóv og desember byrja 23. nóv. Gott fólk þetta er bara stærðfræði, okkar tímatal byrjar á árinu 1. ekki 0. það er ekki til neitt sem er “mér finnst” 2+2=5!
Aldamótin eru 00-01 og ég óska ykkur gleðilegra aldamóta