Ég veit um fullt af vel gefnu fólki sem hefur aldrei verið kallað nörd, og talsvert verr gefnu fólki sem hefur þann stimpil. Þetta er ekki svona einfalt. Nörd merkir ekki bara vel gefin. Svo veit ég um fólk sem hefur verið álitið “nörd” viss tímabil æfi sinnar, til dæmis eftir áföll sem gerðu þau verri félagsverur, skilnaði og slíkt, en önnur tímabil æfi sinnar, eftir að hafa komið sér upp smá félagsfærni hvarflaði ekki að neinum að kalla þetta fólk nörda. Nörd er nefnilega ákveðin neikvæð útgeislun frekar en gáfur, enda eru til hreint og beint snillingar sem vill svo til að eru líka nálægt því að vera snillingar á félagssviðinu, hálfvitar sem eru samt nördalegir og allt þar á milli. Vissulega er talsvert til um það að gáfað fólki “finni sig” ekki í mannlegum samskiptum, en það er alls ekkert alltaf þannig, og þú getur ekki áætlað hvert gáfnafar einhvers sé út frá mannlegum samskiptum hans. Svo ég taki dæmi hefur Madonna einhverja hæstu greindavísitölu sem mælist, en samt dettur engum í hug að kalla hana nörd. Þú getur verið góður bæði í dansi og stærðfræði, kvikmyndagerð og fótbollta og svo framvegis. Þú virðist hins vegar hafa fordóma fyrir vinsælu fólki og álíta að þeir óvinsælu séu nú yfirleitt greindari. Vinsælt fólk er einmitt mjög oft næmt á annað fólk, það hefur þróað með sér þann eiginleika líkt og aðrir þróa með sér hæfileika í dansi eða stærðfræði. Þetta er óljósari þróun má segja en engu að síður ákveðin þróun og fólk er misnæmt á þennan hátt eftir því á hvaða tímabili æfinnar það er og alls konar ytri þáttum, svo og eftir viðleitni (meðvitaðri eða ómeðvitaðri) og áhuga. Ef vinsælt fólk skynjar frá þér einhver “nörda hroka” að þú álítir þig betur gefinn en það, einhvern sem “konur ættu að giftast til að fá góða framfærslu og góð gen í börnin” (svo maður orði þetta svipað og þú) og veslings ekki-nördarnir ættu að eignast sem vin sem hægt væri að “stóla” á (þeir eru svo mikil fífl, ha?) , þá mun þetta vinsælt fólk einmitt finna frá þér þessa strauma, afþví það hefur þessa félagslegu næmni, skynja þig sem hrokafullan einstakling og ekki vilja kynnast þér.
Og trúðu mér kona sem leitar að manni til að framfleyta sér fyrst og fremst er ekki þess virði að giftast. Og ef það kostar þennan hroka með því þá mun hún ekki hafa áhuga á því….
Ég hljóma kannski voða vond, en ég er ekki að vera leiðinleg við þig. Ég held bara að þú hafir komið þér upp ákveðnum kassa sem þú ættir að fara að hugsa út fyrir. Gáfnafar hefur ekkert með vinsældir að gera (félagsleg hæfni) frekar en hvort fólk sé gáfað eftir því hvort það er gott í dansi eða ekki, hvort því finnist golf skemmtilegt eða ekki, hvaða háralit það hafi (Ljóskubrandarar, þú veist), hvort það sé hvítt eða brúnt, eða neitt slíkt.
Eða bíddu eiga nörd ekki að hafa háa greindarvísitölu? Afhverju hefur Madonna þá svona hrikalega háa greindarvísitölu? Heldurðu virkilega að allir sem eru smá nördalegir og öðrum finnist nörd séu svo einhverjir Albert Einstein? Þetta er bara misvel gefið fólk, (sem fær jú samkvæmt steríótýpunni oft háar einkannir, sem eru nú reyndar ekki raunverulegur mælikvarði á það sem kallast alvöru gáfur), sem á erfitt með félagsleg samskipti.
Svo er það spurning um það sem sumir kalla “alþýðleika”. Ef þú ert “alþýðleg” manneskja, þá þýðir það að flestum, “háum” og “lágum”, nördum og ekki nördum, konunni í sjoppunni, krökkunum í skólanum , skúringakonunni og svo framvegis líkar vel við þig afþví að það finnur frá þér hlýja strauma. Manneskja sem hefur mikið af “alþýðleika” (sem er líka viss fágun) og hefur jákvætt viðhorf til annars fólks, verður mun síður álitin nörd en einhver sem er kannski nákvæmlega jafn greindur, en ekki í neinum tenglsum við umhverfi sitt (kannski sama?), gefur minna af sér og virkar þar af leiðandi verr á annað fólk almennt.
Ég veit um fólk sem er ótrúlega gáfað, vel greint, vel lesið, vel menntað, hæfileikaríkt og djúpt og eignast samt auðveldlega vini alls staðar afþví að það sýnir öðru fólki vinsemd.
Þú virðist hins vegar halda að lífið sé gleraugnaglámsi versus cheer leader, og því ráðlegg ég þér að horfa minna á bíómyndir og meira á fólkið í kringum þig. Það er svo fjölbreytt og flókið og áhugavert að þú getur ekki sett það í neitt box (hversu innilega sem þig dreymir um að koma því fyrir í sjónvarps boxinu þínu þar sem nördar, cheer leaders og aðrar svart hvítar týpur ráða ríkjum). Fólk kann einmitt mjög mikið að meta það að þú látir það njóta efans, og flokkir það ekki bara og þykist vita allt um það á nóinu.
Þú ert já haldinn fordómum, dæmir fólk eftir félagsfærni, sem er eins fáránlegt og að dæma fólk eftir hvort það er klárt í bridds eða að spila á píanó. Þú gerir ráð fyrir því að nörd séu gáfuð, hinir hafi svo fordóma fyrir þeim af gáfnaöfund. Þetta er bara ekkert þannig, frekar en að svartir séu allir heimskir, eða fólk frá Bandaríkjunum. Sumt vinsælasta fólkið sem þú munt hitta er líka mjög vel gefið, hvort sem þér líkar það betur eða verr. …Heimurinn er ekki svart hvítur. Lærðu bara af öðrum í stað þess að dæma þá. Hvernig lærir maður eitthvað?
Það byrjar á því að viðurkenna vanþekkingu sína…
Sem sumir kalla að opna huga sinn og hjarta.