1. Sagan segir manni að þegar að stórveldi safna liði til að fara í stríd við 3. heims ríki ad þá fylgi stríð á eftir.
2. Vissulega mikill munur á N-Kóreu og Ìrak og vissulega hefur barátta Kórubúa gegn BNA valdið einhverju um val BNA á stríði en ég held þó að olían hafi kumið þar enn meira við sögu. BNA mun þurfa mjög mikið af aukinni olíu á næstu árum, vegna aukins fólksfjölda, lengri vegalengda til vinnu og vegna áherslu BNA í iðnaði. Ì Ìrak er mikið af illa eða ónotuðum olíulindum, sem bandarísk fyrirtæki gætu lagt undir sig.
3. Saddam er vondur! Það er bara ekki þitt að dæma! Hver þjóð verður að fást við eigin ráðastétt. Þessi rök eru svipuð og notuð voru á sínum tíma til að réttlæta nýlenduvæðinguna, White mans burden! Og hvert leiðir þessi röksemdafærsla okkur líka. Ef öll ríki heimsins hafa rétt til að “frelsa” aðrar þjóðir undan “vondum” einvöldum að þá er hætt við að heimurinn myndi rjúka í illdeilum og stríðum. Myndirðu til dæmis styðja innrás í BNA, Kína eða Rússlands til að koma frá þeim “vondu” mönnum sem þar ríkja. Ekki! En þetta eru ríki sem hafa leytt einn mesta dauða og hörmungar yfir heiminn hvað varðar stríðsrekstur, stuðning við hryðjuverk og notkun kjarorku/síkla/efnavopna.
4. Það er almennt talið að íbúatala Ìraks væri um 1,3-1,4 milljónum hærri ef ekki hefði komið til viðskiptabannið. Þar af eru um 600.000 börn undir 5 ára aldri. Hvað heldurðu að hefði gerst ef arabískir hryðjuverkamenn hefðu drepið 600.000 börn í BNA? Mennirnir eru greinilega ekki allir jafnir eða jafn mikils virði í þessum heimi. Engin af þeim afleiðingum sem sagt er að verið sé að verjast eru verri en það sem hefur gerst.
Ef við tölum um mannfall í komandi stríði að þá er réttast að líta til síðasta stríðs. Èg veit ekki hvort þú hefu rheyrt um veginn til Basra þar sem milli 100 og 150 þúsund Ìraka voru slátraðir meðan þeir reyndu að flýja frá Kuweit til Basra. Vegurinn var lokaður að ofan og neðan meðan sprenguflugvélar létur sprengjurnar rigna yfir þessa aumingjasns menn sem varla gátu borið hönd yfir höfuð sér. Þetta gerðist á 100 klukkutíma árás undir stjórn BNA inn í Ìrak sem þú kallar takmarkaða. Èg get rétt ýmindað mér hvernig hin takmarkalausa árás inn í Ìrak verður og hversu mörg mannslíf hún mun kosta, en get varla giskað á tölu undir milljón.
5. Já áródurinn kemur frá fleiri þjóðum en BNA er það land sem stendur á bak við áformin um innrás. Ef BNA væru ekki á bak við hana væri hún ekki til. Þá er ég ekki að segja að stjórnendur hinna vesturveldanna séu neitt betri eða meira friðelskandi, þeir eiga bara soldið aðra hagsmuni í mið austurlöndum. Þau hafa ekki bolmagn í svona aðgerð ein og hafa meiri hagsmuni í mörgum nágranalöndum Ìrak en sem svo að þau hefðu hagsmuni af svona stríði. Þau lönd sem haf mótmælt þessu stríði hérna á vesturlöndum (Frakkland, Þýskaland) lýst heldur ekkert á þá stöðu sem BNA fengi ef þeim tækist að ná undir sig Ìrak, bæði með þeim olíulindum sem þar eru og þeim herstöðvum sem væri hægt að nota til frekari árása í miðausturlöndum á lönd sem hafa stratigískt mikilvægi, efnahagslega og hernaðarlega. Þetta myndi veikja verulega þeirra stöðu og möguleika á að ná yfirráðum yfir þessum hráefnum.
6. BNA steypti ekki Saddam af stóli vegna þess að þeir þorðu ekki að taka pólitíska árbyrgð á því mannfalli sem yrði og á ad hersetja landið í langan tíma. Það hefði alls ekki verið auðvellt að klára dæmið þá. Allar bestu hersveitir Ìraka
voru lengra inn í landi enda taldi herstjórnin þar sig ekki geta varið Kúweit en mun betur Bagdad og nágreni. Ef ráðist hefði verið inn í Ìrak eins og verið er að tala um í dag að þá hefdi mannfallið í röðum vestulandabúa þvílíkt að stuðningurinn heima fyrir hefði horfið. Það má sjá að BNA er í mun meiri knípu en í síðasta persaflóastríði. Efnahagskreppa og fyrirsjáanlegur skortur á olíu knýr BNA til aðgerða, auk þess sem áróður í kjölfar 11. sept hefur talið bandarískum stjórnvöldum trú um að þau gætu komið þessu stríði í gegn án þess að verða fyrir miklum pólitískum skaða.
Ìrak hefur sama rétt til sjálfsvarnar og önnur ríki og jafnvel meiri en flest. À Ìrak hefur verið haldið uppi loftárásum í 12 ár! Èg er annsi hræddur um að hvaða þjóð í heimi sem hefur verið undir loftárásum í 12 ár kræfist þess að herinn keypti ný hergögn og þjálfaði hermenn. Èg hef enga trú á hernaðarlausnum, en ég tel að þjóðir hafi rétt til sjálfsvarnar þegar á þær er ráðist.
7. Þessi 4 ríki sem þú nefnir hafa öll notað efna- sýkla- eða kjarnorkuvopn. Bretar og Frakkar í fyrri heimstyrjöld og í stríðum gegn fyrrverandi nýlendum sínum, Rússar í Téténíu og BNA í fyrri og seinni heimstyrjöld, Víetnam og í Persaflóastríðinu. Èg veit ekki hvað þú meinar með ábyrgni en ég treysti engum að fara með þessi vopn, hvorki Bush, Putin, Blair, Chirac, Saddam né nokkrum öðrum.
Hvaða alþjóðastofnanir eru það sem þú telur að fái jafn mikinn aðgang að vopnabúri þessara stórvelda og SÞ fær nú í Ìrak?
Það sem stoppaði BNA í að ráðast beint á USSR eftir seinni heimstyrjöld var helst mótstaða Bandarísks almennings og hermanna. Bandaríkin reyndu að halda þeim í hernum til að geta hernumið m.a. Kína og undirbúið árás á USSR. Hermennirnir í ausurlöndum fjær mómæltu harðlega og neituðu að vera lengur í hernum. Það voru dæmi um að hermenn rændu bátum til að komast heim til BNA og upplausn var að skapast t.d. á Filipseyjum. Samtímis mátti heyra út um öll BNA lög eins og “Bring The Boys Back Home” og almenningur var alls ekkert ánægður. Til að reyna að koma á skipulagi á herinn sinn og til að ná aftur pólitískum gróðanum sem sigur í stríði veldur að þá urðu BNA að sætta sig við að leyfa flestum af þeim sem voru skrifaðir í herinn til að taka þátt í stríðinu að fara heim. Svo má einnig bæta við að BNA átti bara þessar 2 kjarnorkusprengjur sem þeir vörpudu á Japan og það hefði verið erfitt að eiga nóg til að geta hrundið USSR og eiga nóg hermenn til haldið USSR hernumdu.
Hvað varðar glæpi Saddams er aðeins eitt að segja. Þeir eru hræðilegir! En ég vil snú við spurningunni? Hver kom manninum til vald, hver fékk honum efnavopnin, hver studdi árás hans á Ìran bæði fjárhagslega, pólitískt og hernaðarlega. Alveg eins og með Òsama Bin Laden, Taliban, Pinochet og ýmsa aðra “vonda” menn sem hafa komist til valda, að þá var það BNA sem þjálfaði Saddam, kennsi honum til verka og vopnaði hann til átaka. Einnig vil ég bend á að ef ég ætti að fara að telja upp öll þau lönd sem BNA hefur ráðist inn í síðan 1980 (byrjunarár Ìran-Ìrak stríðsins) að þá gæti ég verið að lengi.
8. Ìran og Ìrak eru ekki líkari lönd í Mið austurlöndum eru almennt lík. Og talsvert ólík miðað við löndin þarna í kring, hvað lýðræði snertir. Ìrak er hernaðar-einræði og stjórnarformið þar mjög líkt þeim stjórnarformum sem BNA hefur verið að koma upp eða styðja um allan heim (Chile, Argentínu, Guatemala, Burma, Pakistan, S-Afríku á tímum apartheid og svona mætti lengi telja), á meðan Ìran hefur takmarkað lýðræði og hefur skapað íbúum sínum bætt lífskjör miðað við það sem ríkti undir Shainum sem BNA kom til valda á 6. áratuginum. Þar með er ég ekki að segja að Ìran sé lýdræðislegt eða að ég styðji stjórnina þar. En hún er hvad sem hver segir lýðræðislegri en t.d. stjórnir Kúweit og Saudi Arabíu sem BNA telur ekki til “öxuls hins illa”. Það sem Ìran, Ìrak og Norður Kórea eiga sameignlegt er að þau eru lokuð fyrir bandarísku fjármagni og það er um það sem þetta snýst allt saman. À þessum tímum er ekki hægt fyrir BNA að geta ekki stjórnað efnahagskerfi allra landa heimsins. Sum munu fylgja friðsamlega hin verður ráðist inn í. Þetta verða stríð fyrir pening og ekkert annað!!!
1. Hvar í sögunni hafa stórveldi safnað liði gegn þriðjaheims ríki?
2. Varðandi valið á Írak yfir N-Kóreu, þá kemur það olíunni ekkert við. Tengsl BNA og Sádí araba er að kólna hraðar en hráka úr eskimóa. BNA hefur komið upp öflugum olíuiðnaði í Rússlandi og er Rússland nú stærðsti olíuframleiðandi heims og aðal viðskiptavinurinn er BNA. Fólksaukning hefur sjaldan verið hægari en einmitt í ár og vegalengdir til vinnu eru þær sömu. Svo ekki sé minnst á aukna notkun Metangas á bifreiðar. Sannleikurinn er sá að Írak leggur u.þ.b 20 milljarða bandaríkjadala árlega til rannsókna á efna, sýkla og kjarnorkuvopnum og tilrauna við hönnun og þróun þeirra. Einnig hefur Saddam Hussein opinberlega sagt að hann gefi fjölskyldum þeirra palestínumanna sem fórna sér í sprengingu til að drepa gyðinga, fái 20.000 dollara frá honum. Gamlir hryðjuverkamenn frá hezbolla og fleiri samtökum eiga sér öruggt skjól í Írak. Þannig að ef þú ert hryðjuverkamaður og kominn til ára þinna, þá er upplagt að vera á eftirlaunum í Írak. Annars spilar olían að sjálfsögðu inní því að BNA eru háð olíu frá Saudi Arabíu og vilja klippa á það samband sem fyrst. En þetta með að amerísk fyrirtæki leggi undir sig Írak er firra, það verður nógu erfitt að halda uppi lýðræði þarna án þess að fá bombu inní þingsal. Hvað þá að halda uppi ósamþykktri starfsemi á olíusvæðunum. Það verður ríkisstjórn Íraka sem ákveður hvaða olíufyrirtæki setjast á svæðin þeirra. Um þessar mundir sitja Frönsk og Rússnesk olíufélög þar og mergsjúga auðlindirnar svo að Saddam geti svelt fólk sitt og keypt sér nýjustu tækni frá bandaríkjunum.
3. Saddam er einræðisherra og herforingi. Líkur Slobodan Milosevic sem var einmitt komið frá völdum með góðum árangri, nú hefst svo áratugastarf við að byggja upp Júgóslavíu sem var gjörsamlega eyðilögð með áratugs stríðsrekstri, hatri og mikilmennskubrjálæði. Þar var jú einmitt viðskiptabann sem hræðilegu BNA og SÞ settu á laggirnar og drápu börnin með. Það endaði með því að almenningur réðst inní þinghúsið í Belgrad og var óttast að Milosevic myndi beita hernum gegn eigin borgurum en herinn einfaldlega neitaði.
Vonandi mun herinn ekki drepa eigin borgara í Írak.
4. Það er stórfenglegt að sjá íslending þylja upp tölur látinna sem koma frá heilbrigðisráðherra Íraks, sem vill svo skemmtilega til að sé frændi Saddams Hussein. Þegar ófriðarsinnar tala um dauða af völdum viðskiptabannsins þá er öllu raunsæi og raunveruleika kastað út um gluggan, rétt á meðan þetta er rætt. Í fyrsta lagi er allri ábyrgð Saddams Hussein gjörsamlega kastað á SÞ og BNA og þau kölluð barnamorðingjar. Lausn ófriðarsinna er að opna markaðshagkerfi heimsins fyrir honum Saddam þannig að hann hafi greiðan aðgang að úraníum og geti fjármagnað hryðjuverkastarfsemi betur en áður var. Já og kannski keypt lyf handa 30-40 manns svona rétt á meðan CNN er í heimsókn. Þvílíkt hildýpi af afneitun og dánartölur frá Saddam Hussein keyra þær rökfærslur.
5. Nei það hafa örugglega fáir heyrt um “veginn til Basra” en margir hafa heyrt um fjöldamorð í Víetnam, þar sem að þau eiga sér stoð í raunveruleikanum og vitni. Það er einkennilegt að hermenn BNA vilji tala um og játa fjöldamorð í Víetnam en á sama tíma heyrir maður ekkert um “veginn til Basra” sem er vægast sagt stórfurðulegt. Á vef BBC segir að þar hafi hermenn verið bombaðir á 40 klst en ekki 100.. en ekki sagt hversu margir.
5. Það er rétt að BNA er það land sem stendur á bak við áformin um innrás. Ef BNA væru ekki á bak við hana væri hún ekki til. Þetta er rétt. Einnig hefði innrás í Belgrad ekki verið til ef ekki væri fyrir BNA. Svipað ástand. Evrópa er bara of snobbuð og skilningsrík “kúltúr” álfa til að standa í að stöðva þjóðhreinsanir. Vitleysingurinn Schroder í þýskalandi notaði það sem kosningarloforð að styðja ekki þessa árás, ekki eins og hann taki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut í þýskalandi né annarstaðar. Fer bara á galaforsýningar með kampavínsglas í hendi og eykur atvinnuleysi í þýskalandi sem er nú komið uppfyrir 10%. Þess má geta að tyrknesku atkvæðin björguðu Schroder, en hann fékk loforð frá ímsum tyrkneskum félögum að þau skildu styðja hann ef hann kæmi til móts við múslima í landinu. Inní þeim pakka var að styðja ekki BNA við Írakstillögurnar. Örvæntingarfullur atkvæðasafnari þar á ferð.
6. BNA steypti ekki Saddam af stóli vegna þess að öryggisráð SÞ ákvað að fara samningaleiðina. Og létu Saddam skrifa undir það að hann skyldi afvopnast, sem hann skrifaði feginn undir.
7. “Það sem stoppaði BNA í að ráðast beint á USSR eftir seinni heimstyrjöld var helst mótstaða Bandarísks almennings og hermanna.”. Skondin umfjöllun, þú fjallar um 2 eintök af BNA annarsvegar “BNA” og hinsvegar “almenning BNA”. Eins og þetta sé einræðisstjórn svipuð og í Írak, þar sem hægt er að skipta þessu svona upp.
8. BNA stjórnar ekki efnahagskerfi allra landa heimsins heldur vinnur BNA við uppbyggingu efnahagskerfa heimsins. Efnahagskerfi BNA er opið og geta þeir ekki hótað einhverju ríki að þau muni beina öllum sínum viðskiptum annað ef þau hlýði ekki. Þau geta aðeins fengið sett viðskiptabann á viðkomandi þjóð þannig að öll traffík sé lokuð, vegna þess að BNA stjórnar því ekki hvort Microsoft ákveði að selja eintök af Windows til Þýskalands eða ekki. Aftur á móti getur kommúnistastjórn Kína hótað heilli þjóð að beint verði öllum viðskiptum Kína frá því landi líkt og þeir hótuðu að gera við Dani þegar einhver danskur embættismaður mótmælti mannréttindabrotum á Falung Gong. Vegna þess að í Kína er bara 1 fyrirtæki. Kommúnistaflokkur Kína.
0
“Stærðsti”? Segir allt sem segja þarf.
0
1.
T.d. í Kóreustríðinu, Víetnamstríðinu, Falklandseyjastríðinu og svo nýleg dæmi séu nefnd en það eru fá ríki heimsins sem ekki hafa orðið fyrir árás frá stórveldum vesturlanda.
2.
Stjórn sú sem bandarísk stjórnvöld ætla að koma á fót mun lúta ofursta í bandaríska hernum og yfirráðin í Ìrak verður herstjórn. Slík stjórn mun veita réttindi til olíuvinnslu til bandarískra fyrirtækja og kannski fá Bretar, Frakkar og Rússar eitthvern hlut til að megi nota öryggisráðið sem fíkjublað fyrir árásirnar. Það er rétt að samskiptin við Saudi-Arabíu eru slæm en hvernig minnkar það þörf BNA fyrir olíu? Það er heldur ekkert sem bendir til að árásin á Irak verði endapúnkturinn heldur er líklegt að farið verði í fleiri stríð um mið-austurlönd og Afríku út frá Ìrak.Og hvað sem þú segir að þá fjölgar Bandaríkjamönnum ennþá hratt. Það flytjast til landsins um milljón manns á ári og þar eru stórir hópar sem eiga enn mörg börn.Hvað varðar ríkisstjórn Ìraks þá ætla ég ekki að verja hana en tel að hver þjóð verði að berjast við sína ráðastétt. Það eru þess fjölmörg dæmi að þjóðir heimsins hafi vellt harðstjórum sínum og það þrátt fyrir oft á tídum mikinn stuðning frá Vesturlöndum eða Sovétríkjunum sálugu. Leyfum Ìrökum að móta sína eigin framtíð. Ef það hefði verid gert frá upphafi hefði Saddam Hussein aldrei komist til valda.
3.
Einmitt má sjá dæmi um borgara sem tóku völdin í eigin hendur í Serbíu. Það gerðist ekki fyrr en eftir að strídin voru búin. Leið og almenningur í Júgóslavíu sfékk frið frá stríði kom það Milosevic frá völdumm og hóf sókn ad auknu frelsi og til varnar þeirrar þjóðareignar sem Milosevic og félagar voru á góðri leið með ad einkavinavæða fyrir ekki neitt.
4.
Tölur um dauða almennings kemur ekki frá frænda Saddams Hussein heldur frá alþjóðlegum hjálparstofnunum eins og Rauða Krossinum. Ef miðað er vid ástand mála undir Hussein fyrir 1990 og eftir að þá má sjá, ef gert er ráð fyrir að “mannvonska” stjórnarinnar í Ìrak beri kannski um helming ábyrgðar á ástandinu að þá gerir það BNA ábyrga fyrir mörgu sinnum fleiri óbreyttra íbúa Ìraks en hafa samanlagt dáið í öllum hryðjuverkaárásum sídustu 100 árin. Hvað varðar rétt þjóda til að verja sig að þá sé ég ekki hvaða rök ættu að vera fyrir því að Ìrakar ættu að hafa minni möguleika á því en BNA ef út í það er komið. Ì stríðum BNA á síðustu 100 árum hafa farist tugir milljóna og eru BNA það ríki sem hefur notað og þróð fjöldaeyðingarvopn (wepons of mass destuction) meyra en nokkur önnur þjóð.
5.
Bombunin á veginn til Basra var um 40 klst en sú bombun var hluti af hundrað klst langri sprengjuhrinu sem markaði flótta Ìrakska hersins frá Kúweit. Bandarískir flugmenn sem tóku þátt í þessum teppsprengingum lístu þeim sem “Turkey shot” þar sem Ìrakarnir höfðu eingan möguleika. Þetta voru mestmegnis einstaklingar sem höfðu verið neyddir í herinn rétt fyrir innrás og sem voru á skipulagslausum flótta. Þessi árás fellur því undir skilgreiningu Genfarsáttmálans um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni en stríðsglæpadómsstólar ná aldrie yfir sigurvegarana. Àstæða þess að tekist hefur svona vel að halda þessu leyndu er án efa mikil fjölmiðlastýring sem var mun meiri en í Víetnamstríðinu og vegna þess að um loftárásir voru að ræða og innihéldu mun færri Bandaríska hermenn sem voru ekki eins beint “konfronteraðir af aðstæðunum þar sem þeir voru í flugvélum. Þeir sem vilja kynna sér þessi stæstu voðverk vesturlanda í síðasta áratugi geta líka prófað að slá inn ”the road to Basra“ á Google.com. Ì þessum árásum var líka stratigískt ráðist á vatsveitukerfi og almennan innfrastrúktúr sem hefur valdið hundruða þúsunda dauða á árunum sem fylgdu á eftir.
6(merkt 5 aftur í grein)
Evrópa hefur ekki hernaðarmáttinn eða pólitískt svigrúm heimafyrir til að standa í svona átökum. Þetta hefur ekkert með Schröder eða snobb ”kúltúrálfu að gera. Èg er viss um að barátta Frakka og Þjódverja snýst fyrst og fremst um að reyna að fá stærri hluta af kökunni sem verður til skiptana. Þetta má t.d. í Afganistan þar sem Frakkar og Þjóðverjar eru fremstir í flokki að reyna að ná fótfestu með heri sína. Ef Scröder og Chirac sjá á á því minnsta möguleika að þá munu þeir taka þátt í þessum aðgerðum.
7.(merkt 6 í grein)
BNA ætlar sér að steypa ríkisstjórn Ìraks hvernig sem fer með vopnaeftirlitið. Vopnaeftirlitið er fyrirsláttur einn og sést það vel á því hvernig uppbygging bandaríkjahers er háttað í kringum ìrak þessa stundina. Það hefur sjaldan gerst ef nokkru sinni í mannkynssögunni að stórveldi safni her sínum saman svo nálægt óvini sínum í fjarlægum heimshluta, án þess að ætla að beyta honum og það verður sjálfsagt ekkert öðruvísi í þetta skiptið. Það er verið að nota tíman til að safna liði og búa til betri afsökun fyrir innrás.
8. (merkt 7. í grein)
Já það eru mistök af minni hálfu að tala um BNA og ekki stjórnvöld í BNA. Það er nú einu sinni þannig að í BNA að þá er efnafólkið við völd. Það situr að öllum stöðum í flokkunum tveimur og hefur efnahagslegt bolmagn til að halda öðrum úti. Þessi ráðastétt BNA hefur alveg sér hagsmuni, bæði efnahagsleg, félagslega pólitískt og öryggishagsmunalega, og skarast þeir all verulega við hagsmuni almennings í BNA. Þetta lýsir sér í innrásum í önnur lönd til að opna markaði fyrir ráðastéttina, árásir á verkalýðsfélögin, pólitískt ofbeldi gegn aktívistum og minnihlutahópum og svona mætti lengi telja. Èg tel því að vel sé hægt að skipta þessu svona upp.
9. (merkt 8. í grein)
Bandarísk stjórnvöld geta vel beitt bolabrögðum í formi aukinna tolla (sbr. stáltollana fyrir skömmu) eða jafnvel viðskiptabanni eins og gagnvart Kúbu. Þannig má vel stjórna heimsmarkaði vesturlöndum í vil. Einnig eru auknir tollar á 3. heimin notaðir til að halda þar niðri efnahagsþróun og varðveita þannig ódýran aðgang að hráefni og vinnuafli. Þannig borgar t.d. Frakkland og Bangladesh jafn mikið í tolla og álögur í BNA. Þetta er líka gert með skipulegum styrkjum til stóbænda sem geta þannig flutt út landbúnaðarvörur fyrir langt undir framleiðslukostnaði og þannig svipt stoðunum undan atvinnulífi 3. heimsins.
Èg vona að mér hafi hér með tekist að skýra mál mitt betur.
0