Fátt var eins skemmtilegt að horfa á í gærkvöldi og viðtalið við Ástþór Magnússon á stöð 2. Spyrillinn hóf viðtalið á því að spurja hverskonar bull þetta væri í Ástþóri og vísaði þar til drauma og sýna Ástþórs sem áttu að sýna honum árásir á íslensk flugfélög. Ástþór sagði í þessu viðtali að Halldór Ásgrímsson hefði komið með óljós svör í viðtali við fréttamenn um hugsanlega herflutninga með íslenskur farþegavélum… Fullyrðingar Ástþórs dóu og voru grafnar af mér þegar í stað enda hef ég lítið álit á þessu þorpsfífli íslands.

En áttaði ég mig á hlutunum. Í viðtali í seinni fréttum sjónvarps segir Halldór aðspurður að títtnefndar farþegavélar og flutningar fari fram langt á bak við allar átakalínur… Annað í svari hans var eins óljóst og hreinræktaður pólitíkus nær að kreista út. Hann vildi ekki skilgreina nánar eðli þessara flutninga td.

Ég spyr nú td. Hvar voru átakalínurnar þann 11 september 2001? Er staðreyndin ekki sú að þessar svokölluðu átakalínur stríðs eru varla eða ekki lengur til? Árásir eru ekki lengur einskorðaðar við ákveðin svæði eða á lögskipaða heri. Næsti borgari í New York er líka fórnarlamb, eða farþegi í flugleiðavél á leið til London,, hver veit.

Sú staðreynd að samningur íslenska ríkisins við NATO um flutninga í þágu NATO ríkja er eins opinn og óljós og raun ber vitni, fyllir mann efa um að samningurinn sé eins saklaus og stjórnarliðar vilja meina.

En ríkisstjórninni er sjálfsagt ekki treystandi til að ríghalda í friðinn þegar Halldór kyssir leynt og ljóst rasskinnina á Bush með “kannski” svörum á meðan önnur Evrópuríki svara stríðsæsingarorðum Bush fullum hálsi.


Kveðja, Zorglú
—–