Sumum kann að finnast hallærislegt að setja slíkt á sig. Sumir ganga þó svo langt að nota merkin - en nota þau rangt. Í báðum tilfellum er stórhættulegt að vera nálægt bílagötu, sérstaklega á veturnar, jafnvel þar sem aksturshraði er ekki mikill.
Fáir átta sig ekki á því að fólk -líka fullorðnir- sést ekki fyrr en á elleftu stundu, eða of seint, sé það dökkklætt. Þetta á sérstaklega við þá sem ekki hafa ekið bíl á veturnar¹. Dökkir litir eru vinsælir á veturnar (vinsamlegast látið greinarsvör ekki fjalla um tískuna…). Ljós klæðnaður gerir lítið gagn en er þó <i>skárra</i> en dökkur klæðnaður. Ef fólk gengur saman á bílagötu mæli ég með því að sá sem er í ljósari klæðnaði gangi fjær kantinum, því oft er ekki hægt að sjá nema eina manneskju og akstri háttað eftir því. Ekki heldur gleyma að ganga <i>á móti umferð</i>!
Endurskinsmerki er m.a. hægt að fá límt á fötin (eins og á kuldagöllum), hengt á fötin eða fest á hjól o.þh. Ekki er ósniðugt að líma línu aftan á úlpu og hengja merki vinstramegin í lærishæð (m.v. fullorðið fólk) eða helst báðu megin. Einnig er hægt að sauma merki á húfu og líma á hjálm. Hjól ættu að vera með blikkandi ljósum (rauðu að aftan og hvítu að framan).
Ástæðan fyrir því að ég vek upp þetta mál er sú að ég uppgötvaði ekki hvað endurskinsmerkjaleysið er mikið á landinu. Oft² hef ég lent í vafasömum aðstæðum heinlega vegna skorts á endurskinsmerkjum gangandi vegfarenda. Gangandi átta sig ekki á því að ökumenn bíla sjá ekki jafn langt fram í gegnum -oft skítugar- bílrúður á meiri ferð en þeir gangandi eru á. Einnig virða ökumenn allt of sjaldan hámarkshraða sem skapar enn meiri hættu.
—-
Endilega athugið vef <a href="http://www.arvekni.is/skolaleid.asp“ target=”_new“>Árverknis</a> og vef <a href=”http://www.umferd.is/fraedsla/a_leid_i_skolann.h tm“ target=”_new">Umferðarráðs</a> þar sem þetta mál er dregið fram. Þessi grein er rituð af mér og efni ekki tekið af þessum -eða öðrum- vefsvæðum.
¹ Þekki þetta af minni og annarra reynslu.
² Ég tel mig ekki vera hættulegann ökumann, svo að ekki er hægt að kenna mér -sem ökumanni- um hættulegar aðstæður sem skapast vegna endurskinsmerkjaleysis þeirra sem ganga á götunni.
“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio