Staðreyndir um Shatila og Sabra flóttam.búðirnar.
Vegna þess að í annari hvorri grein er stöðugt verið að tönglast á þessum atburðum í sept 1982, í ofangreindum flóttamannabúðum er rétt að eftirfarandi komi fram.
Það voru Kristnir Phalangistar sem frömdu þann verknað í september 1982.
Ísraelskir herinn gaf phalangistum leyfi til þess að fara inn í búðirnar í því skyni að uppræta hryðjuverk, eftir að skýrslur leyniþjónustu þeirra bentu til þess að 200 stríðsmenn hefðust þar við í birgjum sem byggð voru af PLO og einnig að þar væri vopnageysmlur að finna.
Þegar ísraelski herinn skipaði phalangistum á brott, fundu þeir hundruði látna.
Samkvæmt skýrslum líbanskra yfirvalda voru hinir látnu u.þ.b. 460, skýsrlur Mossad sýndu svo seinna að hin raunverulega tala var á bilinu 700-800. (Ísraelar voru ekkert að draga úr staðreyndum). Af þessum tölum samkvæmt bæði skýrslum Mossad og Líbanskra yfirvalda var tala yfir konur og börn af þessum 700-800 sem féllu 35.
Og restin voru karlmenn frá ýmsum arabalöndum og bar þá hæst palestínumenn, líbani, sýrlendinga, alsírsbúa, írani og pakistana, sem flestir voru bendlaðir við hryðjuverk. og bættust þá í hóp þeirra 95.000 sem féllu í borgarastríðinu í líbanon á árunum 1975-1982.
Ástæðan, fyrir utan upprætingu á hryðjuverkamönnum,fyrir því að ísraelar hleyptu phalangistunum inn er sú að þetta átti að vera partur á því að færa yfirvaldið aftur til Líbani.
Ísraelar öxluði ábyrgð á þessari ákvörðun sinni og skipuðu “Kahan” rannsóknarnefndina, sem svar við reiði almennings í Ísrael og á vesturlöndum og fundu út að ísraelsmenn báru óbeina ábyrgð á þessum atburðum og einnig að þáverandi varnarmálaráðherra, Ariel Sharon og starfsmannastjóri hersins, Gen. Raful Eitan bæru að segja af sér, sem þeir gerðu.
Henry Kissinger sagði síðar Kahan nefndin væri mikill sigur fyrir lýðræðið og einnig að það væri einsdæmi að ríkistjórnir landa sem ættu óbeina aðild að málum sem slíkum skildu setja á laggirnar nefndir til þess að komast til botns í málinu opinberlega.
Kaldhæðnislega, á meðan 300.000 ísraelar mótmæltu þessum atburðum á götum Tel-Aviv, Haifa, Jerusalem og Petah Tikvah, fékk það enga umfjöllun í fjölmiðlum, og ísraelar sem heild voru fordæmdir hægri og vinstri eins og sökin væri öll þeirra.
OG enn kaldhæðnislegra. Það voru ekki margir sem töluðu um að árið 1985, þegar islamskir skæruliðar réðust á Shatila og Burj-el Barajneh flóttamannabúðir palestínumanna, samkvæmt talningu UN þá voru 650 drepnir og 2.500 særðir af “trúarbræðrum” sínum. Og ekki voru heldur margir sem töluðu um það í tveggja ára bardögum Siita Amal skæruliða (studdir af sýrlendingum) og PLO voru yfir 2.000 óbreyttir borgara drepnir á heimilum sínum.
Og einnig voru menn “sparir” á fordæmingar sínar þegar Sýrlendingar og bandamenn þeirra í Oktober 1990 völtuðu yfir svæði sem kristnir menn réðu yfir og drápu yfir 700 manns í 8 klst. bardaga.
Þetta sýnir okkur þá hræsni sem viðgengts hjá stuðningsmönnum Arafats og heimstjórnarinnar.