Þegar að ég er að tala um stjórnlausir, þá er ég að meina að þau eru bara gersamlega óð! Ég var í bíó á Harry Potter núna nýlega (kvöldsýningu), og á meðan myndinni stóð, var verið að henda rusli í fólk, símar hringjandi og sms sendingar og ekki batnaði það í hélinu!!! Krakkarnir gengu gersamlega berserkjagang! Þau hlupu upp á sviðið við tjaldið og þar voru þau að hlaupa um öskrandi og kastandi flöskum í allar áttir. Á meðan í sætunum var allt orðið út í poppi og gosklístri og maður naut bara myndarinnar alls ekki eins mikið innan um öll þessi skrípalæti.
Enga foreldra sá ég vera að reyna að hafa hemil á krökkunum sínum og þetta voru nú ekki það gamlir krakkar sumir, að þeir væru þarna einir í bíó. Sumir foreldrar sáu meira að segja við hliðina á börnunum sínum á meðan að þau voru að henta og kalla og svona og gerðu ekki neitt í málunum.
Líka sér maður krakkanna stundum eina í sundlaugum sem að hafa alls ekki aldur til þess að vera ein úti í laug á meðan að mamman og/eða pabbinn eru bara í heita pottinum að spjalla. Þau ætlast bara til að sundlaugarvörðurinn sé einhver barnfóstra! Þannig er það alls ekki og er það alls ekki starf hans að vera að gæta barnanna bara. Hann er til staðar ef að eitthvað fer úrskeiðis og hefur hann nóg annað að gera en að vera að passa alla krakkanna í lauginni sem að ekki geta passað sig sjálf. Ég veit að þetta er ekki með alla en þetta kemur svo sannarlega fyrir. Allt of oft.
Þetta skil ég einmitt ekki með foreldra…verður eitthvað slæmt að koma fyrir til að þeir átti sig á alvöru málsins? Og bara svona til að þið haldið ekki að ég sé að bulla eitthvað þá er ég sundlaugarvörður sjálf og veit hvað ég er að tala um. Síðan getur lika verið að foreldrarnir sjái einfaldlega ekkert að þessu, að það sé ekki bara að þeir nenni ekki að hafa stjórn á krökkunum. Ég veit nefnilega til þess að einn faðir vissi bara ekkert annað en reglur væru til að brjóta þegar að hann fór að reykja vindill í lauginni sem að ég var að vinna í og varð bara virkilega pirraður og hissa þegar að ég sagði honum að þetta mætti alls ekki gera í lauginni né á laugarsvæðinu.
En já endilega komið með ykkar álit og sögur af þessu máli.
takk fyri
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making