Kæru Hugarar!
Ég var að líta á fréttir dagsins á mbl.is og rak augun í eftirfarandi:
,,Ísland hefur skuldbundið sig til að verja allt að 300 milljónum króna til þess að leigja flugvélar undir herflutninga á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO), komi til aðgerða á vegum bandalagsins, þar sem slíkra flutninga verður þörf."
Er ég sá eini sem sér brjálæðið í þessari frétt???
Ég hef ekkert á móti mínum skattagreiðslum til ríkissjóðs og tel skattaprósentuna ekkert of háa á Íslandi. Hins vegar vil ég þá líka að peningum mínum sé varið í eitthvað af viti, s.s. heilbrigðis-, mennta- og samgöngumál osfrv. Hins vegar er ég ekki tilbúinn að borga undir óþroskaða herveldisstefnu Bandaríkjanna!
Þessi skuldbinding sem Davíð og félagar eru svo ánægðir með hefur það í för með sér, að þegar að Bush og félagar í NATO ætla að stunda skipulögð fjöldamorð í nafni frelsis og lýðræðis, þá ætlum við á hlutlausa Íslandi að gefa þeim allt að 300.000.000 kr vegna aðildar okkar í bandalag sem við gengum í á tímum kalda stríðsins!
Ef þessum 300.000.000 kr er dreift jafnt á alla landsmenn þýðir það 1071 kr á hvern landsmann. Væri nú ekki sniðugra að dæla öllum þessum pening til þeirra sem virkilega þurfa á því að halda? Væri ekki miklu nær að gefa þennan pening í þróunaraðstoð til þriðja heimsins?
Pælið í þessu.
Kveðja, mc Brútus