Nú á ég vinkonu sem er ný orðin 18, hún og kærastinn hennar eiga saman 14 mánaða dóttur og kærastinn er nú ekkert beint það sem allir mundu telja ideal tengdason.
Hann er núna í fangelsi og mig langar að deila með ykkur hversu tillitslaust þetta kerfi er:
Hann var að keyra fullur, próflaus og var tekinn og dæmdur, fékk einhvern smávægilegan dóm, allt í lagi með það, hann á auðvitað ekki að hegða sér svona en svo lennti hann í slysi og gat ekki farið í fangelsi því þetta var svo alvarlegt slys. Fangelsisvistinni var því slegið á frest. Hann var frá í langan tíma og á meðan sá vinkona mín fyrir heimilinu, mat og leigu, auk þess að vera í skóla, strákurinn var auðvitað á einhverjum bótum en tryggingarnar voru ALLTAF að reyna að svíkja hann og oft voru þau peningalaus í nokkra daga þegar tryggingarnar borguðu ekki á réttum tíma. Nú er frekar langt liðið síðan hann var tekinn og fékk þennan dóm og hann er ennþá á bótum en fyrir stuttu þá hringdi lögreglan í hann og spurði hvernig honum liði og hann var beðinn um að koma niður á stöð. þar var honum sagt að hann ætti að fara í fangelsi eftir tíu daga, og þar sem það tekru tvær vikur að fá sýknun þá var sá möguleiki ekki í stöðunni, hann varð bara að gjöra svo vel að mæta og sitja inni. Vinkona mín er í skóla og það eru að koma próf, foreldrar hennar búa úti á landi og sú litla vina sem hún hefur dugar ekki fyrir öllu á heimilinu. Nú bætist við að hún þarf að finna pössun fyrir barnið, sem er ekki á leikskólaaldri og hún alveg blönk. og hvað gerir ríkið fyrir hana??? ekkert, þetta er víst ekki þeirra vandamál. Það var ekki hún sem braut af sér en samt þarf hún að þjást.
Það að sitja í fangelsi er ekki bara dómur fyrir einn, það er dómur fyrir alla fjölskylduna. Skóalyfirvöld hjálpa ekki þessari stelpu á neinn hátt, hún fær ekki frjálsa mætingu, það eru engir styrkir í boði, og hún fær engar undaþágur frá neinum lágmarks einingafjölda á önn… og haldið þið að þeir hjálpi henni núna þegar hún er komin í ennþá meiri neyð? jú, kannski fella þeir niður helminginn af punktunum hennar… og þeim finnst það mjög gott boð!!
Hvert á þessi stelpa að leyta??? ef einhver getur svarað þeirri spurningu þá eru allar hlýlegar ábendingar vel þegnar. Hún er jú á þeim aldri sem yfirvöld taka ekki mikið mark á okkur og þegar hún réttir höndina eftir hjálp þá er henni sjaldnast hjálpað, og jafnvel ekki sagt frá þeirri hjálp sem er í boði…
Þú ert ekki orðin drukkin ef þú getur legið á gólfinu án þess að halda þér í ;)