Sælinú fólk.
Ég er að missa vitið, búinn að vera atvinnulaus í nokkra mánuði og leiðindi og blankheit eru að gera mig vitlausan.
Af hverju fæ ég ekki vinnu? Ég sæki um allt sem ég sé, bögga fólk í fyrirtækjum og atvinnumiðlunum.
Ég er kerfisfræðingur (tölvunörd) með góða reynslu og meðmæli en ekkert gengur.
Ég hef skrifað forrit eins og verðbréfaleik, verðbréfamiðlun, einn fyrsta B2B vef (Smá buzzword) á Íslandi. Ég var lánaður til Tal þegar það byrjaði með öllum sínum vandamálum. Ég hef skrifað hugbúnað, reddað tölvum, vefþjónum og gagnagrunnum fyrir viðskiptavini. Unnið 20+ tíma tarnir á föstu kaupi án þess að kvarta, fyrirtæki hafa verið seld ofan af mér og aldrei kvartaði ég.
Ég er jafn vígur á kerfisumsjón og forritun, fljótur að læra og ekki hræddur við nýjungar (nema síður sé).
Og hvar er ég núna? Kastað til hliðar eins og gamall skrjóður sem ekki borgar sig að gera við. Og með mína menntun og reynslu fæ ég ekki einu sinni vinnu sem lagergutti eða skúrari, því (auðvitað) hætti ég um leið og ég fæ vinnu í tölvubransnaum. :)
Ég er að einangrast, missa tenglsin við félaga í bransanum, og sjálfstraustið minnkar með hverjum degi. (Sem hjálpar ekki mikið)
Eru fleiri þarna úti sem eru í svipuðum aðstæðum? Eigið þið ráð? Ég er alvarlega að spá í að fá mér VSK númer og pimpa mig sjálfur, er það einhver glæta? Eða ætti ég bara að drulla mér út eða í skóla?
Baráttukveðjur,
J.