það er ekki eins og það sé eitthvað svo nauðsynlegt að hafa þessa stöð…
á hún að vera neyðastöð þegar eitthvað gerist eða? ef svo er er hún að klikka held ég, datt hún ekki niður þegar jarðskjálftinn á 17 júní var? (er ekki 100% viss um árið en þið vitið um hvað ég er að tala ;Þ ) eða var það bara rás1 ?
eða er þetta rás fyrir menningargildi þjóðarinnar? ég skoðaði dagskrána fyrir vikuna og það eina menningarlega sem ég fann eru fréttir, kastljós og Edduverðlaunin. Hey jú.. og íþróttir! en það telst varla með?
Er þetta eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir fólk að hafa vegna “menningarverðmæta” eða falsks öryggis?
Skjár einn er frí stöð en fjallar samt jafn mikið ef ekki meira um íslenska menningu.
Kannski hafa einhverjir gaman af þáttunum á stöðinni.. en sama gildir um stöð2 og sýn.. en það er enginn að neyða mann til að borga þær. Sæiru fyrir þér mann sem kæmi til þín að sekta þig fyrir að vera ekki áskrifandi af stöð2?
Mér finnst að ríkið sé oft að eyða peningum í einhvern óþarfa sem gerir engum gagn, Kristnihátíðin er frægt dæmi um það. Sama fynnst mér gilda um stöð1!
Sumir vilja bara nota sjónvarpið sitt til að spila tölvuleiki eða horfa á video, og að maður verði að borga af stöð1.. það er bara bull, og þó maður vilji horfa á stöð2 eða popptíví eða aðrar stöðvar… finnst mér að það eigi ekki að skylda neinn til að hafa stöð1
ef þið eruð ósammála… nenniði þá að skýra fyrir mér gagn þessarar stöðvar?
FluGkiSan!!!