Jamm, ég sendi inn grein um daginn sem er hér: http://www.hugi.is/deiglan/greinar.php?grein_id=52872 sem í stuttu máli fjallar um samskipti mín við sjóvá eftir að það var brotist inn til mín síðastliðið sumar. Við sem sagt sendum þetta mál til Fjármála eftirlits ríkisins sem á að vera opinber stofnum, sem gætir hagsmuna neytenda. Allavega núna áðan fékk ég svar frá þeim sem var svo hljóðandi.
“Álit.
Það var óvarlegt að skilja húsnæðið eftir á þann veg sem gert var þ.e. að hafa rifu á glugga á jarðhæð sem unnt var að fara inn um. Þegar tekiðr er mið af frammrituðu er bóáábyrgð ekki fyrir hendi með vísan til vátrryingarskilmála og 2. mgr 18. gr laga um vátrryingarsammninga nr 20/1954
Niðurstaða.
Bótaábyrgð er ekki fyrir hendi”
Sem sagt, ég fæ ekki pening frá tryggingarfélagi af því ég gerði þau apalegu mistök að skilja smá rifu eftir á einum glugga, og já, sú skemmtilega staðreynd að ég bý á jarðhæð. Vildi koma þessu á framfæri við sem flesta, svo fólk gæti gert viðeigandi ráðstafanir þegar það lendir í því sama og ég, þ.e. skilið eftir réttu sönnunargögnin.
En það sem mér þykir hvað verst er, að nú hafa foreldrar mínir keypt innbús tryggingu frá tryggingarfélögum, síðan þau byrjuðu að búa. Samkvæmt mömmu hafa það verið um 12-16k á ári, í gegnum þessi 25 ár sem þau hafa búið. Samtals hafa þau fengið 0 kr frá tryggingarfélögum fyrir þessa tegund tryggingar. Þegar við margfölduldum árin 25, með 15þús krónum á ári fær maður 375 þús. Þau hafa sem sagt verið að borga 375 þús fyrir tryggingu sem tryggir ekki fyrsta og EINA innbrot sem þau hafa lennt í, og erum við bara að tala um 170 þús af þesssum 375 sem þau hafa borgað tryggingarfélögum í gegnum tíðina. Ofan á það má reikna út einhverja vexti á þessa peninga, ég er ekki með það á hreinu hvað þeir eru háir, en ég gæti ímyndað mér að þessi upphæð væri ekki minni en 450 þús krónur í dag, ef þau hefðu notað hana rétt. Til hvers er fólk að kaupa sér svona tryggingu, þegar það fær ekki tjón bætt? Persónulega ætla ég að nota þessa peninga sjálfur, og fjárfesta fyrir þá, hugsanlega fá einhverja vini, sem ég treysti, og fá þá með mér, til að gera hærri höfuðstól. En eitt er víst, ég mun ALDREI skipta við tryggingarfélagið sjóvá almennar.
Svona smá viðbót, sem var nú eiginlega til að kóróna frammistöðu sjóvá í þessu máli. Um daginn hringdi pabbi í þá til að spurja þá hvort það væri komið svar frá þessari nefnd. Hann lennti á manni sem var frekar tregur til að gefa svör, og fór það í taugarnar á pabba mínum. Pabbi sagði þessum manni okkar sögu. Þessi maður sagði að honum þætti leiðinlegt að heyra að við værum ósátt, en svona til málamiðlunar bennti hann okkur á það, að heimilistryggingin myndi bæta okkur tjónið sem við urðum fyrir, þegar innbrotsþjófurinn skemmdi stormjárnið okkar. Sem sagt þeir eru tilbúnir að kaupa handa okkur nýtt stormjárn, sem komstar um það bil 1500 kr úr húsasmiðjunni. Glæsileg frammistaða það.