“Væri ekki langbest að lögleiða bara allt helvítis draslið og þannig vitum við alla vegana að krakkarnir okkar eru að fá hreint efni? Eða lögleiða kannski bara hass og þá róast fólk og verður í betri fílíng og sona.”
Þetta eru eflaust þau heimskulegustu komment sem ég hef heyrt í langan tíma. Þetta sýnir það að nú erum við endanlega á leið til helvítis og virðumst vera að flýta okkur. Með því að lögleiða fíkniefni er síðasta vígið fallið. Þá loksins munu unglingarir tröllríða öllu og landið mun líðast undir lok. Skoða verður málið alveg aftur í steinöld til að færa rök fyrir þessu!
Allt frá því að mennirnir komu niður úr trjánum hafa þeir rottað sig saman og myndað samfélag, og eftir því sem aldirnar liðu, þróaðist samfélagið. Samfélagið eins og við þekkjum það í dag hefði aldrei orðið til ef ekki hefðu komið til hugrakkir og agaðir einstaklingar sem lögðu sitt af mörkum til að þróa og betrumbæta samfélagið fyrir hinn almenna borgara. Samfélagið byggist semsagt á því að þú MENNTIR þig og leggir ÞITT af mörkum fyrir SAMFÉLAGIÐ. Samfélagið sér um þig og þú borgar til samfélagsins. (Ekkert röfl um hvað er gert við þennan pening, það er önnur og MUN lengri saga). Samfélagið getur ekki gengið ef allir eru útúr-reyktir eða dópaðir allan tímann. Samfélagið getur ekki gengið ef engin hlýðir reglunum. En því miður hafa foreldrar notað vöndinn góða alltof sparlega og því vaða hér unglinga-fábjánar (allavega stór hluti af þeim) útum allt, berjandi, drekkandi, dópandi, nauðgandi og með tóman kjaft og leiðindi yfir því að ekki mega kaupa brennivín og dóp í Hagkaup. Ég held að þetta sýni það að sona vitleysingar eins og gæinn sem var að lofa kanabis hérna á undan mér, eigi ekki heima í samfélaginu vegna þess að þeir geti ekki skilað sínu. Þ.a.l. má kalla þann einstakling slefandi aumingja og letingja að geta ekki lifað lífinu án einhverja vímugjafa. Stöndum frekar upp og menntum okkur, berjum aga í þessa dóplofandi froðuheila, og hendum þeim sem ekki hlíða til Klebsigrad í Síberíu og þá geta þeir kynnst lífinu með því að vinna fyrir því en ekki mamma&pabbi ehf. eða SÁÁ.
Takk fyrir!