Mér finnst Bandaríkin ein heimskasta þjóð í heimi. Þeir eru að fara að ráðast á Írak vegna hættu á að þeir sendi kjarnorkusprengjur. Íraksstjórn eru <b>ekki</b> eintómir heimskingjar. Þeir mundu aldrei fara að senda sprengjur á Bandaríkin. Það væri eins og að undirrita sinn eigin dauðadóm.
Því ef þeir senda sprengjurnar má bóka að Bandaríkin ráðist á þá eins og þeir gerðu við Afganistan.

Það er staðfest að Bush Bandaríkjaforseti er stríðsbrjálaður. Hann vill sprengja eða gera árás á allt sem hreyfist. Ef Bandaríkjaþing mundi láta stjórnina í hans hendur þá er ég ansi hræddur um að mjög lítið verði eftir af heiminum. Hann gæti allt eins gert árás á okkar friðsæla og ástkæra land.

Svo eru Bandaríkin að grenja yfir þessum skitnu 3 þúsundum sem dóu í wtc. Ef allir þeir saklausu Afganinstar sem dóu útaf Bna þá held ég að sú tala mundi fara að nálgast þá tölu sem dóu í wtc sinnum fjórir, ef ekki miklu meira.

Svo voru þeir að fara fram á að fá undanþágu frá stríðsglæpalögum eða eikkað soleiðis. Sú hugmynd er náttlega bara <u>fáranleg!!</U>
Til hvers? Svo þeir geti farið að drepa fleiri saklausa borgara útum heim?



Þið verðið bara að fyrirgefa þetta nöldur í mér en ég hef lengi haldið þessari reiði inní mér og varð bara að fá útrás :)
——