Mér verður illt um brjóst þegar ég les greinar sem eru skrifaðir af þvílíku fáfróða og er gert hér af sumum einstaklingum. Innflytendjamálið er gott dæmi um fáfræði fólks sem hefur ekki aflað sér næga upplýsinga. Lítum á íslenzka þjóðernissinna. Eina stefnan sem þeir hafa er að boða hatur gegn fólki af erlendu bergi brotið. Þeir ætla bjóða sig til þings og eina sem þeir hafa fram á að bjóða er fáviska og biturleika af einhverjum ástæðum!!!! Alltaf eru þeir að kvarta það sé verið að stela störfum Íslendinga. Þetta er svolítið þversögn þar sem margir nenna ekki að vinna í fiski eða öðrum láglaunastörfum. Eru þá Íslendingar sem fara út að stela störf erlendis? Ætti þeir sem starfa erlendis og þurfa þola svona andúð sem saklausir útlendingar búa við? Viljum við að Ísland verði eins og þriðja ríkið? Ég bara spyr. Fólkið sem er að koma að starfa er rammduglegt t.d Pólverjar sem er hæsta hlutfall hér á landi . Margir Pólverjar fara vinna í elliheimilium , fiski og öðrum störfum sem Íslendingar vilja ekki vinna. Sumir eru menntaðir verkfræðingar , viðskiptafræðingar bara sem dæmi. Er þetta fólk aumingjar þá ? Ég held nú síðar. Síðan er þetta ríkjandi viðhorf til Asíubúa. Alltaf er verið að stönglast á því hvað þeir eru slæmir. Er þetta ekki bara hræðsla við nýja tíma? Maðurinn hræðist það sem hann þekkir ekki. Þjóðernissinnar tala ætíð um hvað ástandið sé slæmt á Norðurlöndum. Þar á víst að vera of “mikið” af Pakistönum og Tyrkjum. Það er bara ákveðinn hópur að fólki sem talar um þetta sem vandamál. Þetta gengur einfaldlega útaf kynþáttahyggju ! Íslenzkir þjóðernissinnar vilja fá Evrópubúa og “frændur” okkar , en ekki fólki sem er af öðrum litarhætti ( sem sagt bara með meira melanín eða karotín) Fyrir þá sem vita ekki hvað það er þá þetta litarefni líkamans.
Ef þeir ætla hreinsa landið ? Hvar ætla þeir að setja mörkin ? Ég held það sé aðeins of seint ! Við erum blanda af norrænu fólki , Írum og hverir björguðu okkur frá innræktun á firðinum á seinasta öld? Það voru Frakkar ( ekki beinlínis næpu þjóð)!
Skilgreining á þjóðernissinnaði er maður sem berst gegn óhreinkun tungunnar og erlendis áhrif á samfélagið en ekki hatur á fólki af öðru litarhætti.