Það er orðið nokkuð langt síðan tónlistarblaðið Undirtónar blés til síðasta Atóm viðburðs. Þessi klúbbakvöld blaðsins hafa átt miklum vinsældum að fagna í gegnum tíðina og laugardagskvöldið 19. maí snúa þau aftur af krafti!! Þá mun tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dego spila undir merkjum 4-Hero á næturklúbbnum Thomsen, og stendur Breakbeat.is hópurinn á bak við kvöldið ásamt Undirtónunum.

Dego McFarlane verður að teljast með merkilegri mönnum innan danstónlistarheimsins. Á tónlistarferli sínum hefur hann verið að fá fást við ýmsar tónlistarstefnur undir ýmsum nöfnum. Eins síns liðs sem Tek 9 hefur Dego framleitt hardcore, breakbeat, hip hop, trip hop og hreinræktað fönk. Einfaldlega sem Dego hann svo búið til deep house, experimental breakbeat og dub. Ásamt félaga sínum Mark Mac hefur hann svo verið viðriðinn techno og electro tónlist sem Nu Era, techno og drum & bass sem Jacob's Optical Stairway, ragga og jungle sem Tom & Jerry og drum & bass, house og jazz sem 4-Hero .

Í öllu þessu nafnakraðaki er Dego trúlega þekktastur fyrir aðild sína að dúettinum 4-Hero. Eins og nafnið gefur til kynna var 4-Hero í fyrstu skipuð fjórum liðsmönnum; Dego, Mark Mac, Ian Bardouille og Gus Lawrence. Bandið spilaði fyrstu árin hip hop en tók síðar þátt í að búa til nýja tónlistarstefnu, hardcore, þegar acid og rave bylgjan gekk yfir Bretlandseyjar við lok níunda áratugarins. Þeir stofnuðu plötuútgáfuna Reinforced Records til að koma tónlist sinni í plötubúðirnar og upp frá því fóru þeir Ian og Gus að einbeita sér að rekstri útgáfunnar á meðan Dego og Marc héldu áfram sem 4-Hero.

Lagið sem kom 4-Hero á kortið var hardcore smellurinn “Mr. Kirk's Nigthmare” árið 1990. Í kjölfarið komu fleiri danssmellir og tvær stórgóðar breiðskífur; In Rough Terrortories (1991) og Parallel Universe (1995) sem Reinforced Records gaf út. Síðar skrifuðu Dego og Marc undir samning við Talkin' Loud útgáfuna sem gaf af sér breiðskífuna Two Pages (1998) og remix skífuna Two Pages - Reinterperations (1999). Dego hefur einnig gefið út tvær breiðskífur, It's Not What You Think It is!?!! (1996) og Simply (1999) sem Tek 9. Dego og Marc gerðu einnig breiðskífuna Gravity (1992) sem Nu Era og klassíska breiðskífu undir merkjum Jacob's Optical Stairway þar sem faðir teknó tónlistarinnar Juan Atkins og Josh Wink aðstoða þá félaga við tónsmíðina.

Dego spilar allt frá seyðandi deep house tónlist yfir í fönk, dynjandi dub, brestandi breakbeat og jagandi jungle á Thomen. Húsið opnar klukkan 23:00, aldurstakmarkið er 21 ár og aðgangseyrir 500 krónur (1.500 krónur eftir 03:00). Forsala miða á midasala.is!
-
reykjavik.com ! greets to Eldar !=)