“Þú veist greinilega ekkert um hvað hefur verið í gangi hjá Prodigy”
LOL!! ég er líklegast fyrsti aðdáandi Prodigy hér á klakanum, fór að fylgjast með þeim áður en þeir gáfu út what evil lurks, ss þegar þeir voru enn í oldskool senunni. ég td lét Skífuna panta fyrir mig Experience um leið og hún kom út í UK, komu tvö eintök (kom ekki í almenna dreifingu á klakann fyrr en 10 mánuðum síðar). ég þurfti að stafa nafnið fyrir sölufólkið því það hafði aldrei heyrt á þessa grúppu minnst :) hef fylgst með þeim síðan, farið að 4 tónleika með þeim hér á klakanum, og eina erlendis.
Baby´s Got A Temper var lag sem þeir gáfu út í raun vegna skyldurækni, ss uppfylla plötusamning. það er ekkert skrítið að þeir vilji gleyma því lagi sem fyrst, enda stór svartur blettur á þeirra ferli! Always Outnumbered, Never Outgunned er reyndar skemmtilega plata að því leitinu til að hún er öll gerð í Reason á fartölvunni hans Liam, þar sem hann var að fykra sig áfram, prufa eitthvað nýtt, því honum fannst hann staðnaður, vildi losna við sitt sánd, eins og hann orðaði það.
we can debate as looong as you want ;)