Mér barst nýlega frábær 12" með Squarepusher sem er ótitluð. Það er einungis eitt lag pressað á plötuna, hin hliðin er auð. Platan er í hvítu ómerktu umslagi og miðarnir á plötunni eru svartir, á hliðinni með laginu er miðinn án nokkurs texta en á auðu hliðinni stendur Squarepusher smáum stöfum. Engar upplýsingar eru meðfylgjandi um heiti lagsins, útgefanda eða ártal (veit samt að hún er ný, þ.e.a.s. 2002)
Ef einhver veit heiti lagsins á þessari plötu og/eða hver gaf út væri gaman að fá að vita…
p.s. lagið er algjör snilld og hlakka ég því mikið til að heyra væntanlega plötu kappans