Ég vil taka það fram að ég er bara meðaljói ég hef enga sérstaka þekkingu á ákveðnum tónlistarstefnum og öllu sem því tengjist þannig að farið varlega í að skamma mig fyrir vanþekkingu á sumu af þessu =).
Hinsvegar er stóra vandamálið mitt að ég gæti keypt mér 1000 diska sem ég myndi heyra að væru góðir ambient diskar en gæti lent í því að finnast aðeins 1 þeirra góður.
Skilgreining á Ambient er orðin svo flókin að ég veit varla lengur hvernig ég á að skilgreina ambient sem ég hlusta á. Það er til dark-ambient , pure-ambient , techno-ambient og endlaust í viðbót.
Ég endalaust rek mig á það að einhver segjir , nú fílarðu Ascent með Brian Eno , þú átt eftir að fíla steve roach, Annar segir já þú átt eftir að fíla ambient works með aphex twin en sannleikurinn er sá að ég er búinn að kíkja á báða þessa og finn ekkert sem ég tel komast nálægt Ascend.
Ég hef aðeins örfá lög til að miða við og skilgreina hvað er hvað.
T.d. með Brian Eno hef ég aðeins Always Returning og Ascent sem ég tel Pure-Ambient og miða allt annað við þau.
Ef ég finn lag sem er ekki með neinum svokölluðum takt og ég get látið á repeat og bara setið og hlustað á lagið án þess að gera nokkurn skapaðan hlut tel ég það yfirleitt Pure-Ambient. Hefur oftar en einusinni komið fyrir mig að þegar ég set winamp á play í tölvunni minni og það kemur allt í einu gott ambient lag þá bara hætti ég að gera nokkurn skapaðan hlut og 5 mínótum seinna ranka ég bara við mér.
En t.d. Antennaria með Biosphere myndi ég flokka sem Dark-Ambient. Ég geri þetta vegna þess að mér finnst það passa við tónlistina - mun drungalegra, hef aldrei fundið annað dark ambient sem mér líkar.
Ég hef oft prufað að spyrja fólk og leitað á vefnum og reynt að finna eitthvað sem mér finnst virkilega gott en aðeins örfá lög virkilega grípa mann. Ég hef bókstaflega kembt allt sem vinirnir eiga og félagar þeirra og frænkur vina félaga minna og alltaf er jafn ógeðslega ERFITT að finna GOTT ambient. Það er til svo mikið af rusli og einhverju dóti sem heitir ambient en er langt frá því að vera það.
Ég er búinn að hlusta á einhverja geðveiki af lögum sem “eiga” vera góð ambient lög en aðeins funduð örfá sem ekki hefur verið minnst á áður. Í tilefni að því ætla ég að nefna örfá lög sem ég hef heyrt og tel sem ambient og ekki margir aðrir hafa heyrt um(þó sum breytist yfir í chillout).
Edward Shearmur - Taxi Ride ( veit ekki hversu margir hafa heyrt um þennan , hann semur aðallega bíómyndatónlist og ég held að þetta lag hafi átt upprunalega að vera í Cruel Intentions)
Ibizarre - Puesta De Sol(Tranquility Mix frá Real Ibiza) (þetta er alveg á mörkunum , byrja fyrstu 2 min ambient en breytist svo í frekar chillout)
The Grid - Rollercoaster(Global Comb Mix) (ég tel þetta ambient eiginlega en má svosem alveg vera chillout ef þið viljið frekar)
Síðan eru alltaf örfá sem allir hafa tíma til að athuga ef þeir hafa ekki heyrt þau áður.
Toto - Propecy Theme( sumir segja brian eno , sumir segja þetta heiti Dune theme , mér er í raun alveg sama etta er gott lag)
Víst ég var að tala um dune þá ætla ég að skjóta inn Melodic trance - Ambient Galaxy þið sem spiluðu dune 2 fílið etta örugglega en ég myndi ekki kalla þetta ambient fyrir 5 aura.
Vita ekki allir örugglega hver Enya er ?
Enya - May it be
Enya - Council of elrond
Datar - B (ambient mix) Rakst á þetta fyrir einhverja heppni bara , finnst það helvíti þægilegt.
Ef þið viljið koma með fleiri tillögur þá endilega posta hvaða lög með hvaða höfund þið teljið vera best en ekki hvaða heilu albúm því það hefur enginn tíma til að fara yfir öll þessi albúm sem fólk vill telja upp , frekar taka það besta og ef manni líkar það getur maður athugað afganginn.
Og já plís ekki koma með 10 pósta í röð sem eru allir að segja sama albúm eða lag sé gott.
Og já endilega kíkjið á:
http://www.ambientmusicguide.com/
Nokkuð ítarlegt hjá þessum og hann er ekki með þetta of langt