Pro-52 er frá NI. Einn af forriturum NI sagði á póstlista tengdum VST development að þeir gætu ekki komið í veg fyrir hugbúnaðarþjófnað með copy-protection og svoleiðis, þ.e. að þeir vissu að græjan yrði krökkuð. Ef forrit kemst að því að það er ekki búið að opna það, þá poppar það upp með dialog “Please enter CD” eða eitthvað svoleiðis. Fyrir þá sem krakka er tiltölulega einfalt að komast hjá svoleiðis. Ein viðbótarleið er að láta forritið skynja að átt hefur verið við það, þ.e. það er ekki eins og það var frá verksmiðjunni og síðan EKKI SEGJA notandanum að það veit að það er krakkað. Síðan einfaldlega að framkalla villur hér og þar þegar síst skyldi. Þetta gerir Steinberg t.d., krakkaðar útgáfur af Cubase eiga það til að krassa hægri og vinstri. Punkturinn verandi að fólk fatti að kannski sé það vegna krökkunarinnar að kenna að dótið sé óstabílt og fari og borgi fyrir dótið. Nú veit ég ekki hvort að NI geri þetta, en fyrst að NI forritarinn mælti með þessari aðferð verð ég að telja það líklegt. Eina lausnin er að finna útgáfu af Pro-52 sem virkilega góður forritari (and I mean a reaaaaal machine code GURU) hefur krakkað, eða þá barasta að punga út. Fyrir græjur eins og Pro-52, Halion, Absynth (og náttla Helgu ), ef hún er mikið notuð, þá finnst mér allt í lagi að borga fyrir hana.