Ég er gríðarlegur áhugamaður um Ambient tónlist og er þetta basically sú tónlist sem ég hlusta hvað mest á. Mig langaði bara í fyrsta póstinum mínum hérna að mæla með því sem mér finnst best í þessum geira og að kynnast nýrri tónlist sem þið gætuð mælt með. Ég er meira hrifinn af svona pure Brian Eno ambient, frekar en Lifeforms og 76:14, þó að það séu snilldar plötur þá finnst mér þær ekki alveg vera ambient, fyrir utan sum lög. Annars, hérna er listinn :)
1) Biosphere - Substrata
2) Aphex Twin - Selected Ambient Works Vol. II
3) Brian Eno - Thursday Afternoon
4) The Orb - Orbvs Terrarvm
5) Brian Eno - Music For Airports
6) Gavin Bryars - Jesus Blood Never Failed Me Yet
7) Erik Satie - Gymnopedies
8) Labradford - E Luxo So
9) Brian Eno - Appollo : Atmospheres and Soundtracks
10)Bioshpere - Cirque
…Ég verð bara að segja það að Substrata er svo mikil snilld að annað eins hef ég bara ekki heyrt í ambient geiranum. Ég vona bara að allir sem hafa ekki heyrt hana ennþá komi til með að kaupa hana :) Tónleikarnir hans árið 2000 hér heima voru líka hrein snilld!
Orbvs Terrarvm er ekki besta plata The Orb að mínu mati en hún er langrólegasta platan þeirra og án efa ein mesta h**splata fyrr og síðar þar sem að þeir notuðu í kringum 100 rásir í einu fyrir sum lögin og vita ekki einu sinni hvað er að gerast þarna fullkomlega sjálfir. Samt er enginn æsingur í gangi þrátt fyrir lætin og allt er mjög róandi.
Gavin Bryars platan er mjög sérstök. Þetta er 70 mínútna tónverk þar sem sama samplinu er lúppað aftur og aftur og aftur nema að það er bætt við það svona við og við (fyrst smá strengir, svo strengjakvartett og að lokum miklir strengir og Tom Waits). Samplið er af gömlum heimleysingja að syngja : ‘Jesus blood never failed me yet, it’s one thing I know, for he loves me so'. Gríðarlega rólegt og fallegt ásamt því að vera hálf sorglegt í leiðinni. Mjög spes diskur.
Labradford eru samtímamenn hljómsveita á borð við Mogwai og Tortoise nema að þeir eru einskonar blanda af Ennio Morricone og raftónlist á mjög rólegan hátt. Svona tónlist sem væri fín ef maður væri að keyra einn um Nevada eyðimörk í rólegum fíling.
Kveðja,
Binni
<br><br>“This post was typed in front of a live audience”