nánari upplýsingar um hvað nákvæmlega er að Access Virus B:
1. LFO1 og LFO2 blikka stundum hratt bara alveg upp úr þurru, oft bara með um sekúndu millibili. Maður sér þetta bæði á því að ljósin blikka og einnig heyrist þetta ef það LFO1 eða LFO2 eru að stjórna einhverjum parameter. Einnig heyrist stundum eitthvað distortion hljóð á sama tíma og þessar truflanir eru. Þetta er aðal vandamálið. Það breyttist ekkert þegar ég updeitaði virusinn í nýjasta OS-ið, þ.e.a.s. OS 4.9 þannig að ég veit ekkert hver er skýringin á þessu.
2. Það heyrist vanalega lægra úr output 1 L en úr output 1 R og stundum er eins og hljóðið úr 1 L sé dálítið distorted. Þetta er örugglega bara tengis-vandamál þar sem málm-"gormurinn" sem snertir audio kapalinn er trúlega frekar veikur þar sem auðvelt er að hafa áhrif á þetta með því að hreyfa aðeins við audio snúrinni sem er tengd í output 1 L.
3. Einn takki á synthanum (value - takkinn), sem er hvað mest notaður, bregst ekki við nema svona annað hvert skipti sem maður ýtir á hann en það fer eftir því hvort maður ýtir "rétt" á hann eða ekki. Þetta virðist augljóslega bara vera linur málm-gormur þar sem þetta er akkurat einn allra mest notaði takkinn og hann hreyfist ekki mikið (fjaðrar ekki mikið til baka eftir að ýtt er á hann).
Annars hefur verið mjög vel farið með synthann (alltaf sami/sömu eigendur síðan hann var keyptur um 2001) og hann er frekar lítið notaður og aldrei kveikt á honum þegar hann er ekki í notkun.
Access Virus er seldur! en Nord Modular er enn til sölu.