Þessa stundina er ég alveg rosalega sjúkur fyrir hard trance-i og kannski einhverjir aðrir sömuleiðis en ef ekki þá
kannski eftir að þið hlustið á þessi lög sem ég set upp hér fyrir neðan.
Ég mæli með því að þið athugið e-ð af þessum lögum og segjið svo
hvernig ykkur fannst.
Dj Spoke - Ignition (Shokk Remix) <– Eitt kannski fáranlegt við þetta lag er það að það er notað robot vocal úr Ejay en annars
alveg rosalega gott lag sem fær mann alveg eflaust að trompast á góðu augnabliki.
Brooklyn Bounce - Loud & Proud (DJ Isaac Remix) <– Töff og ekkert annað!!
Yoji Biomehanika - Ding a ling (DJ Scot Remix) <– Eins og nafnið á laginu gefur til kynna að þá eru bjölluhljóð í laginu
en svo líka góð melódía.
Ég mun svo bæta við fleiri lögum á þennan lista seinna svo fylgjist með.