Af hverju sagðirðu að þetta hefði verið kúl hjá honum ef að hann hefði samplað þetta sjálfur, en ekki kúl hefði hann notað e-h sömpl sem að voru í reason? Soundið var eins og það var, en þú virtist ekki sætta þig við þetta vegna þess að hann samplaði þau ekki sjálfur.
Skiptir það máli hvernig hann fékk sömplin? Ef að hann fékk sömplin úr reason, þá ættu þau að vera royalty-free, (eða þá að hann hafi borgað fyrir þau með því að kaupa reason, sem að hann gerði ábyggilega ekki :). Og það er ekkert “respect” fyrir samplaða-tónlistarmanninn ef að þú veist hvaðan þú samplaðir soundið, nema þá að þú fáir réttindi til þess að nota það (sem að ég hef aldrei gert)
Ég sampla ógeðslega mikið af svona safndiskum, og reyndar líka af gömlum plötum (eða nýjum).. En það skiptir mig nákvæmlega engu máli hvaðan ég fæ sampl sem að ég nota, ef að það fittar inn í projectið sem að ég er að vinna að.
Ég viðurkenni hins vegar að ég hef ekki hlustað á m4mbo h3ll (satt hjá þér, að svona töluSTAFIR eru ömurlegir), og veit þess vegna ekkert hvernig að hann notar þetta.
Þessi klassísku beat eru oft ofnotuð(ef ekki misnotuð), það er satt, en það þýðir ekki að það sé eitthvað taboo að nota þau í dag..
Ef að þau finna sig í laginu, þá er um að gera að hleypa þeim inn.. :)<br><br>leti er nafnorð…