Þessa könnun senti ég inn til að komast að því hvað fólki fyndist hljóma best miðað við þjöppun. Líklega hafa flestir bara heyrt í mp3, wav er að sjálfsögðu yfirleitt bara í fullum gæðum þó hægt sé að gera wav skjöl í minni gæðum og svipað gildir um aiff.
En þykir mér Ogg Vorbis hljóma mjög vel - og ætla að nota það frekar en mp3 í framtíðinni því fyrir utan það að hljóma mjög vel við mikla þjöppun er það algjörlega ókeypis og til afspilunarviðbót í spilara á nánast flestum stýrikerfum sem ég þekki. Þar að auki er það alltaf í þróun, sífellt verið að bæta það - en það gildir ekki um mp3 nema þá mp3pro sem ég held að nái aldrei fótfestu. Hins vegar eru nýjustu útgáfur flestra spilara með stuðning við það.
Það sést semsagt greinilega hverju ég er spenntastur fyrir.
Ég hef samt litla reynslu af Ogg og því vildi ég vita hvað fólki fyndist best.
Ef þið hafið ekki hugmynd um hvað Ogg Vorbis er, kíkið þá á <a href="http://www.vorbis.com“>heimasíðu þess</a>, Vorbis.com.
Einnig getið þið kíkt á <a href=”http://xiph.org“>síðu stofnunarinnar</a> sem hannar Ogg Vorbis - xiph.org
~Kveðja, Cucular<br><br>Kíkið á <a href=”http://www.heimsnet.is/asgeirvald/cuc2/cuc2.htm“>Cucularium</a> - þar sem fjallað er um hitt og þetta sem tengist tónlist og fleiru.
”Yfirbyggingin endurspeglar aðeins undirstöðunni hverju sinni" - Karl Marx