Ég var bara að velta því fyrir mér hvort að einhver ykkar hérna á huga væri búinn að komast yfir hann? Og þá vildi ég gjarnan fá að vita hvernig hann væri að standa sig..

Ég viðurkenni það hér með að ég hef varla lesið mér neitt til um þennann sampler, og tek því bessaleyfi á þvi að spyrja stupid questions..

Getur kontakt loadað t.d. trommulúppu (sem er heil, EKKI cuttuð í mörg sömpl) og getur maður triggerað þetta sampl á mismunandi start-position.
dæmi: Ég spila samplið, og það spilast frá byrjun. Svo vill ég geta sett inn t.d. snerilslag, og látið samplið bara triggerast þar sem að snerilslagið er í samplinu! (skilið?) Ég vill helst ekki þurfa að kutta beatið upp, því að það tekur tíma, og “fílíngurinn” hverfur stundum. Ég vill ekki heldur þurfa að nota recycle til þess að búa til eitthvert “groove-set”(eða hvað sem að það heitir).

Ég hef reynt að finna út hvernig á að gera þetta í Halion: fann það ekki þar
Ég hef gert þetta í Battery, og það virkar næstum því eins og ég vill hafa það.

Þá er ég kominn með þannig setup að ég nota halion fyrir “tóna-sömpl” en battery fyrir trommusánd.. Ég vildi helst geta notað bara eitt forrit fyrir bæði “tóna-sömpl” OG Beat..

Eins og ég sagði fyrr (held að ég hafi sagt það fyrr, ef ekki, sláið mig í framan(samt ekki í alvöru)).. nú er ég búinn að gleyma hvað ég “sagði fyrr”.. þannig að sleppið þessari málsgrein!

..ahh, man núna.. Eins og ég sagði fyrr, þá vildi ég gjarnan fá að vita það hvort að þetta væri hægt í KOntakt eða í Halion (sem að ég er með) þar sem að það myndi hraða á öllu “sköpunarferlinu” að vinna með eitt forrit-plugin fyrir sömpl..

Ég heyrði einhvers staðar að logic samplerinn (exs24?) geti þetta, og mér finnst MJÖG asnalegt ef að hinir samplerarnir ráði ekki við þetta þar sem að þetta er MJÖG einföld aðgerð.

..better yet, ef að einhver veit um vst-plugin sampler sem að hefur sample-handling eins og s550 þá vinsamlegast látið mig vita..

þetta er komið nóg í bili, vonast eftir JÁKVÆÐUM viðbrögðum.. og ef ekki jákvæðum, þá allavega einhverjum..

Gossi<br><br>leti er nafnorð…