Sem SBlive neytandi undanfarin 2ár hef ég komist að
ýmsu í sambandi við kosti og galla við að nota þetta
hljóðkort. (er ekki nema mánuður síðan að ég keypti mér
nýtt og betra hljóðkort)
SBlive er vel nothæft og hef ég gert aragrúa af lögum
með því en..
Gallar.
1. Það er ekki 100% VST support,hin og þessi plug-in
virka ekki almennilega.
2. Slappir asio driverar. (meira latency)
3. Þótt það hljómi undarlega þá eru hljómgæðinn
ekki 16bit.
(14bit að mig minnir)
4. Fullt af suði í bakgrunni. (-65dB)
5. Og þetta sama suð er líka þegar þú tekur upp, og
mengar þar af leiðandi öll sömpl.
6. Performið er heldur ekki uppá marga fiska því þegar
að þú ert komin með lag með slatta af vst synthum að þá
lendir maður oft í því að allt fari að hökta og nótur
eiga það til að fara að týnast,og ef þú notar
t,d fm7 þá lendirðu extra oft í því. (mjög pirrandi)
7. Þegar maður keyrir svo asio bufferinn niður þá fer maður
að reyna svolítið mikið á örrann og meiri líkur á
drop outs og öðrum leiðindum.
17ms er það lægsta (nothæfa) sem ég náði án þess að
allt fór í steik
8. Og ég tala nú ekki um allt vesenið sem maður hefur
þurft að ganga í gegnum til að allt virki rétt.
(of langt mál til að fara út í þá sálma)
Kostir.
1. Ódýrt.
2. Er með heatphone og midi tengi.
3. Hægt er að handlóða fleiri output með fyrirhöfn.
4. Það er hægt að nota þessa emu APS drivera en þeir virka
ekki á w2k. (slæmt fyrir mig)
5. hefur sjónrænt gildi fyrir mig núorðið. (er uppá vegg)
Þar hefurðu það.
Ef þú sættir þig við þessa galla þá er ekkert því til
fyrirstöðu að nota SBlive, en með þessi betri hljóðkort
fær maður miklu betra performance, betri asio drivera og í
leiðinni losnar maður við allt svona fyrirgreint vesen sem til
lengri tíma eru leiðinleg.
Þetta með 0ms latency hef ég aldrei getað fengið með neinu
hljóðkorti.
En þarna getur verið að þetta sem þú ert að tala um sé eins og
latency compensation parameter,stilling eins og er í reason.
(sample offset dótarí)
Þar er hægt að fá 0ms.
(svona gervi latency í sambandi við forritið sjálft?)
Ef asio gefur þér t,d 11ms (buffer 512),þá stillirðu 11ms á
móti (buffer-500) og útkoman er 0ms,en þú færð samt sem áður
11ms frá því þegar þú slærð á nótu á hljómborði því offset
stillingin hefur ekki áhrif á þetta ferli frá því að þú slærð
á nótu þar til að hljóðið heyrist.
(aðeins þegar þú ert að spila lag í forritinu sjálfu)