Ég hef verið að velta þessu fyrir mér ,og hef komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki eiginleg trance sena á Íslandi eins og er , trance er frekar opinber tónlist spiluð á fm og hinni stöðinni þarna í kópavogi,en þar á báðum stöðum eru kannski spiluð 5 prósent trance ,hitt er commercial house og og R'n'B (BLARGH) og íslensktleiðindarsveitaballatónlist ,eini skemmtistaðurinn sem er þekktur fyrir að Spila trance og þessar “Boom-Boom” tónlist er Diablo og er honum vel þakkað fyrir það (þrátt fyrir að ég hafi bara einu sinni komist þar inn (sökum annríkis hjá mér,ég er að vinna á “pubbnum” Nelly's um helgar)þar hef ég reynt að spila trance en íslendingar eins og þeir eru þá er ekki tónlistinn góð nema að það hafi heyrst 200þúsund sinnum á dag og 5 sinnum á klukkutíma.
Núna er ég og fleiri að vinna að vef er mun fjalla um trance tónlist eingöngu ,með djammrýni frá erlendum skemmtistöðum ,og dóma um óútgefið efni og topp10 lista frá erlendum snúðum og netvarp með góðri trance tónlist og sitthvað fleira ,einnig höfum við fengið aðstoðar tveggja útlendinga um gagnrýni á lögum og svona ýmislegt ,einn frá Hollandi og annar frá Englandi,og máski ef vel tekst upp þá munum við reyna að halda mánaðarleg kvöld á einhverjum skemmtistaðnum ,en þetta er allt á teikniborðinu eins og er.
Gaman væri að fá einhverjar hugmyndir frá ykkur trance áhugarmönnum um hvað við gætum haft fleira á vefnum,
og munið eftir á irkinu #trance.is<br><br>Counterstrike