Ég veit ekki hverjir PZ bræður eru, en síðast þegar ég gáði spilaði Helgi Már með CDJ og Kristján Helgi bara ekki.
Ég veit ekki um neinn starfandi plötusnúð á íslandi sem er vinyl-only, en ég veit um nokkra sem eru með vínyl + cdj eða vínyl + tölvu.
Það er rosa gaman að spila vínyl, en á íslandi er það sjúklega ópraktískt að vera bara á vínyl, þú ert að borga 2000 kr. fyrir hvert einasta lag sem þú spilar (með tolli og sendingarkostnaði, ef við gefum okkur að þú sért að kaupa 12" singles og spilir bara uppáhalds lagið þitt af plötunni, eins og það virkar yfirleitt). Auk þess er lagið þitt tvær vikur á leiðinni, ekki 15 sek. download eins og það væri ef þú værir að kaupa músíkina sem download.
Ef þú kaupir þér serato eða traktor og ert svo með SL'a og blandar þessu saman er seratoið rosa fljótt að borga sig upp.
Þá getur þú dundað þér við að panta þér uppáhalds lögin þín á vínyl, svo getur þú verið að testa dót í gegnum tölvugræjuna.
Allir íslenskir DJar sem byrjuðu fyrir 2003 eða svo byrjuðu á Vinyl, en fæstir þeirra eru ennþá á vínyl, nema bara þeir sem eru að nota serato eða traktor. Þú bara stenst ekki samkeppnina við fólkið sem getur sótt tónlistina sína strax og unnið úr margfalt fleiri lögum í settið.
Það er ógeðslega gaman að spila á vinyl, þannig að ég myndi mæla með því að þú tékkir á Vinyl+tölvu frekar en vinyl+cd. þá þarftu bara að læra á eina græju, plötuspilarann (forritið er frekar basic).
Gangi þér vel með þetta!