Þér er hér með boðið að djamma með okkur á laugardaginn !

Báðar hæðir verða fylltar af dansþyrstum íslendingum og mörgum af okkar bestu techno dj'um, ungum sem öldnum, sem hafa það eina hlutverk að sjá okkur fyrir bestu gerð danstónlistar, trylla lýðinn og skemmta okkur hinum ! þetta er kvöld sem enginn má láta fram hjá sér fara, alíslenskt og skyldumæting ! Aldurstakamark er 22+ á Jacobsen.


Á efri :

* Hannes Smith (etoka records/germany)
* Ghozt
* Plugged
* Dj Damien


Á neðri Casbah :

* Halliball
* A.T.L
* Impulze
* Exos



HANNES SMITH aka. Philipp Pech er frá Þýskalandi en býr á Íslandi þar sem hann starfar sem plötusnúðúr og promtor, Hannes hefur verið að síðan hann man eftir sér, keypti sína fyrstu vinyl plötu 12 ára gamall og þó ungur sé hefur hann spilað á stórum þekktum hátíðum eins og „Soundbreeze Festival“ í Slupsk Pollandi. Hann komst í kynni við snillingin Ralph Kyau og seinna Ronski Speed og Sonorous og vann hann þar svo lærlingur. Hannes er alveg með þetta og ætlar að sjá okkur fyrir fyrsta flokks electro sveiflu. Hann hefur gefið út remix‘s og plötur og gert remix fyrir Ronski Speed, Fabian Schumann, Dominik Vailant og Kiasmos svo eh sé nefnt.

KIDDA GHOZT þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann varð strax áberandi í danstónlistarlífi landsins árið 2006 og hefur verið þar síðan. Hann sá um Flex music sem var útvarpsþáttur og promotion fyrirtæki sem sem verður gleymt með mögnuðum klúbbakvöldum á borð við Deep Dish, Nick Warren, Deadmau5, Desyn Masiello svo einhverjir séu nefndir.
Flex voru duglegir að kynna það heitasta í danstónlistinni hverju sinni í útvarpsþættinum Flex á Xinu um árið, fullorðins.


PLUGG'D tvíeykið kannast nú flestir við en þeir eru Friðrik Fannar og Bjarki. Þeir hafa síðan þeir byrjuðu tröllriðið techno senunni á Íslandi, spilað með stórum nöfnum á borð við, Tiesto,Deadmau5, Marco V, Sander Kleinenberg, Benny Benassi, Fedde Le Grand, Mickey Slim, Chris Lake svo einhverjir séu nefndir. Þeir hafa gefið út plötur og remixes og var remix við lagið „Kocaloka“ valið lag ársins á Techno.is 2006 skotheldur kokteill sem getur ekki klikkað.

DJ DAMIEN er íslenskur dj og promotor sem búið hefur í Svíþjóð mesta hluta ævi sinnar. Virtur í sínu fagi enda búin að vera í bransanum í yfir 20 ár. Hann byrjaði 16 ára sem disco hip hop plötusnúður í úthverfum Stokkhólms, 19 ára kynntist hann early electro og hafði Paul Hardcastles mikil áhrif á hann, þegar hann kynntist acid house var ekki aftur snúið. Hann hefur spilað með mönnum eins og Dave Clarke,Carl Cox,Underworld,Chemical Brothers,Laurent Garnier ofl snillingum, ég er viss um að Funky, sexy tech house stíllinn hans eigi eftir að fá okkur öll til að missa okkur á dansgólfinu eins og Damien er þekktur fyrir og honum einum er lagið.

HALLIBAL er rísandi stjarna í danssenunni á Íslandi en hann hefur spilað mikið í Techno.is þættinum og á Nasa á þessu ári með nöfnum eins og Wolfgang Gartner og Kamui. Halli spilar stórskemmtilega blöndu af Techouse og Techno sem svíkur engann.
Þegar Hallibal stjórnar tónlistinni er voðinn vís og fólkið tryllist á dansgólfinu.

IMPULZE er annar helmingur þáttarins Techno.is en hann heitir Guðni Einarsson og er maðurinn á bakvið Hugsandi Danstónlistarkvöldin sem haldin voru á Barnum, gamla 22 á laugavegi sem eflaust margir kannast við. Þau gengu vonum framar og stimplaði hann sig inn í techno heiminn á Íslandi með style. Impulze er mikilvægur hlekkur innan Techno senunar á Íslandi en hann er nýútskrifaður úr SAE, Sound Engineering Amsterdam.

A.T.L. eða “Mörðurinn” eins og margir kalla hann. Það er vegna mikillar hæfni og eiginleika sem hann býr yfir við að “mix”. A.T.L. hefur spilað mikið síðan hann hóf feril sinn í plötusnúðageiranum og hefur spilað á Nasa, Club 101, Rúbin og Jacobsen þar sem hann hefur þeytt skífum með stórum nöfnum eins og Tomcraft og Marco Bailey A.T.L er reglulegur gestur í Techno.is útvarpsþættinum.

EXOS eða öðru nafni Arnviður Snorrason er tónlistarmaður og plötusnúður sem við öll þekkjum.Hann hefur verið iðinn við að halda danstónlistarkvöld í Reykjavík undir formerkjum Techno.is og er hann með samnefndan útvarpsþátt. Hann hefur gefið út um 20 smáskífur og 3 breiðskífur á íslenskum og erlendum útgáfum eins og Force inc og Thule records. Fylgdi hann þeim eftir með þvi að spila víðsvegar um Evrópu á virtum klúbbum eins og Badofar í París, Paradiso í Amsterdam, Tresor í Berlín, U club í Bratislava og Babylon í Izhevsk svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur unnið útgefin “remix” verkefni með nöfnum eins
og Ben Sims, Mark Broom og Dj Rush og spilað með nöfnum á borð við Adam Beyer, Marco Carola og Dave Clarke.