Raftónlistahópurinn DO-One, listahópurinn og fataframleiðandinn ATG og klúbbakvöldin Vagabondz standa ásamt íslenskum athafnamönnum að heljarinnar klúbbakvöldi á Nasa föstudaginn 28. ágúst næstkomandi undir formerkjunum I Love Reykjavík. Plötusnúðar kvöldsins eru tíu talsins en stærsta nafnið sem stígur á stokk þetta kvöldið er tvímælalaust breska dubstep undrabarnið Skream.
Af öðrum sem koma fram þetta kvöldið má nefna Kanio, Equalizers, Casanova, Solarity, Rattus Rattus og Brooksy. Tónlistin verður fjölbreytt allt frá dubstep og breakbeat tónum yfir í techno og minimal keyrslu. Forsala á viðburðin er hafinn á Midi.is
Nk. fimmtudagskvöld verður farið yfir kvöldið og plötusnúðar kvöldsins koma fram í þættinum Techno.is á Flass 104.5.