Ósykraðir tónleikar íslenskra listamanna í hráu umhverfi bílastæðaports í miðbæ Reykjavíkur;
Staðsetning:
Grófarport við Tryggvagötu
15.00: Orang (live dub session)
Orang er annar helmingur house-dúósins Orang Asli, en hér kemur hann fram sem dub listamaður með áhrif m.a. frá Jamaiku
16.30: Gnúsi Yones & the Crackers (live)
frábær íslensk underground Reggae og Dub hljómsveit.. með íslenskum texta.
18.00: Captain Fufanu (live)
ungir en afar efnilegir house/techno listamenn sem vita hvað grúvið slær. Tóku m.a. þátt í músíktilraunum nú í vor með góðum árangri
19.30: Axfjörð (live)
Einn af best geymdu perlum íslenskrar neðanjarðardanstónlistarmenningu, djúft og vandað techno grúv
21.00: Oculus (live)
Hann hefur slegið í gegn í danstónlistarsenu landsins og það er bara tímaspursmál hvenær heimurinn tekur við sér. Techno keyrsla á undangjafar.
22.30: Óli Ofur (dj set)
Plötusnúður í toppklassa sem er ekki þekktur fyrir annað en að koma gólfinu á hreyfingu. Underground danspartí fyrir flugeldasýningar.
Á milli atriða: Ewok (dj set)
Það er varla hægt að hugsa sér plötusnúð betur vaxinn í verkefnið, hokinn af reynslu (hefur m.a. séð um breakbeat.is kvöldin undanfarin ár) og fjölbreyttur eins og homeblest.
Missið ekki af frábærum tónleikum.
Bætt við 30. júlí 2009 - 05:03
og já.. tónleikarnir hafa fengið nafnið GhettoBlaste