Já ég verð að segja að það er ansi sorglegt ef mætingin var ekki sem skyldi á Desyn, því það er algjör toppmaður á ferð. Því miður komst ég ekki sjálfur og græt það ennþá.
Hef séð hann 2-3, og síðasta skipti á Nasa var útí hött, þvílíkt meistarakvöld!
Örugglega flestar ástæðurnar sem taldar voru hér upp góðar og gildar, og mikið um að vera á þessari dagsetningu.
Ég væri alveg til í að sjá Desyn, Demi og Omib saman hérna á klakanum við tækifæri. Voru helvíti flottir á Global Gathering í hittifyrra.
En senan er svo sannarlega ekki dauð, það koma bara highs og lows í þessu sem og öðru, og kannski hafa innflytjendur verið aðeins of duglegir og það er perhaps að bitna á mætinginni. Maður man bara þegar það voru að koma stórir dj-ar til landsins með góðu millibili og það myndaðist alltaf gríðarlegt hype í kringum hvern og einn.
Kannski er það málið, að það er svo mikið að detta hingað inn (sem er að sjálfsögðu gott mál) en það getur vel hugsast að það sé að bitna á mætingunni.