Við getum ekki annað en verið sáttir… öll 300 eintökin af REYK VEEK 001 voru gefin og kvöldið heppnaðist vel að okkar mati.
NASA var opið lengst af öllum stöðum í bænum en þetta fór samt frekar seinnt af stað hjá okkur en eftir að Oculus byrjaði var staðurinn mátulega fullur (ca.500 manns) Við vorum laus við allt vesen og allir í góðum fíling. Soundið var geðveikt, þökk sé Óla Ofur og ljósin ekkert síðri þökk sé Agga(gusgus ljósamanns), auk flottra visuala.
Allir artistar skiluðu geðveiku setti, öll frekar ólík en þetta kom samt einhvern veginn ótrúlega vel saman. Karíus og Baktus byrjuð í bæði deep og svo meira svona techy house'i en svo tóku Orang Volante og Asli við sitthvort live settið, bæði alveg bangin! Karíus og Baktus tóku svo stutt sett meðan Oculus klæddi sig í jakkan og tók lýsi og svo um 3 leytið steig hann á svið og keyrði í góðan klukkutíma, þá tók Siggi Kalli við og gaf Oculus lítið eftir og hélt uppi feitu tekknó grúvi í lokin þangað til að staðnum var lokað um hálf 5
Vel heppnað og flott kvöld í alla staði fyrir utan þennan óheppilega opnunartíma sem að einhvern vegin enginn átti von á, hvort sem það var jacobsen eða nasa…??
Við þökkum kærlega öllum sem mættu og hjálpuðu okkur að einhverju leiti með þetta !!
Peace, REYK VEEK.