WEIRDCORE 1.MAÍ Á JAKOBSEN
Nú er komið að fyrsta klúbbakvöldi Weirdcore og verður það haldið á Jakobsen, Austurstræti 9, föstudaginn 1.maí.
Fram koma tónlistarmennirnir Yagya , Frank murder og Biogen og einnig munu Vector, Anonymous, Thor og AnDre þeyta skífum.
Fyrstur á svið er Yagya. Hann gaf nýlega út meistarastykkið “Rigning” hjá “Sending orbs” útgáfufyrirtækinu og hefur fengið rífandi góða dóma fyrir plötuna. Yagya ætlar að spila minimal techno með melodísku ívafi eins og honum einum er lagið. Næst mun Frank murder spila live og búast má við hressu og skemmtilegu idm/electro setti frá honum. Síðasta live atriðið er svo í höndum Biogen en hann er mörgum kunnum sem einn af frumkvöðlum íslenskrar danstónlistar og spilar nú allt frá techno uppí argasta drill´n´bass.
Eftir tónleikana taka skífuþeytar við stemningunni og spila dansvæna og framúrstefnulega tónlist fram eftir nóttu.
http://www.facebook.com/event.php?eid=170190760143&ref=mf