http://www.breakbeat.is/frettir.asp?pid=1645
Breakbeat.is tekur upp á nýjungum annað kvöld á Jacobsen og mun kynna til leiks tónlistarstefnu sem ekki hefur farið mikið fyrir á Íslandi til þessa. Verður kvöldið haldið undir formerkjunum Apríl Gabba en hollenska tónlistarstefnan gabba eða gabber mun vera í aðalhlutverki á Jacobsen annað kvöld.
Karl Tryggvason, einn aðstandenda Breakbeat.is, hefur undanfarin misseri dvalist í Groningenborg í Hollandi og hefur fallið algerlega fyrir þessari skemmtilegu og áhugaverðu stefnu. Hefur stefnan einnig fallið í kramið hjá öðrum Breakbeat.is liðum og er ætlunin sem áður segir að kynna hana fyrir landanum annað kvöld á Jacobsen. Karl og Gunnar Þór Sigurðsson munu standa vaktina á plötuspilurunum, reyndar undir nýjum plötusnúðanöfnum sem þeir hafa tekið upp, en framvegis munu þeir spila undir nöfnunum Hardmazter og St3pfiend. Breakbeat.is vonast til þess að sjá sem flesta á Jacobsen á morgun, mætið með opin hug á Apríl Gabba kvöld Breakbeat.is.