hvort aðrir hugarar downloadi tónlist löglega eða ólöglega breytir ekki neinu og þar að auki finnst mér þetta ekkert vera neitt hush hush topic. Ekki ætla ég t.d. að neita því að ég eigi illa fengna tónlist, en það gerir það ekki rétt og ég reyni að halda því í lágmarki. Mér finnst rétt að ræða þetta opinskátt og finnst ekkert að því að fordæma ákveðna hegðun þótt ég sé ekki dýrlingur sjálfur.
Þetta “ég er bara að láta fólk vita af góðri tónlist” viðhorf finnst mér slappt, það eru milljón aðrar “viðurkenndari” leiðir til þess að koma tónlistinni sem maður fílar á framfæri.
Það hvort hann jónbjörn vinur okkar sé tæknilega að gera eitthvað ólöglegt skiptir heldur ekki öllu, held að flestar útgáfurnar á bakvið þessi lög myndu ekki bíða lengi með cease and desist skipun ef þau sæu þetta blogg.
Þannig að nei, ég hef ekkert jákvætt um þetta framtak þitt að segja Jónbjörn, finnst það bara frekar neikvætt og deili þar að auki ekki smekk þínum. Svo finnst viðhorf þitt til þessara mála í senn barnalegt og kjánalegt en sorglegast er hve margir af yngri kynslóðinni deila því.