http://www.breakbeat.is/frettir.asp?pid=1635

Eins og flestir hafa tekið eftir hafa Breakbeat.is kvöldin legið í dvala það sem af er árinu. Veitingastaðurinn 22 lagðist af, ekki í fyrsta skipti, og voru því kvöldin á götunni. En í mars munu þau snúa aftur, nú á skemmtistaðnum Jacobsen í Austurstræti.

Jacobsen gekk áður fyrr undir nafninu Rex og er einkar glæsilegur í alla staði. Síðan hann opnaði hafa verið haldin þar nokkur prýðileg danstónlistarkvöld og því lofar framtíðin góðu í hinu skrautlega næturlífi Reykjavíkurborgar.

Fyrsta Breakbeat.is kvöldið á Jacobsen fer fram fimmtudaginn 5. mars og munu í kjölfarið rúlla fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, eins og venjulega. Og líkt og undanfarið verður frítt inn. Ákveðnar áherslubreytingar verða í sambandi við Breakbeat.is kvöldin, en þær verða kynntar þegar nær dregur bæði í útvarpsþættinum Breakbeat.is (X-inu 97.7 öll miðvikudagskvöld) og hér á vefnum. Fylgist með!