Reason er ágætt fyrir byrjendur því þar færðu allt dótið í einum pakka. IMO eru hljóðgæðin ekkert svakaleg, ég fíla ekki synthana og sömpluðu hljóðin eru af vafasömum gæðum, plús það er búið að nauðga þeim flestum til blóðs…
Ég er Ableton Live maður sjálfur, nota það og nokkur vel valin VST plugin (virtual studio technology) og einhver sample library fyrir trommur… nú og svo gamla góða Novation KS synthesizerinn minn :)
Það er samt ekkert sem heitir idiot proof í þessu. Ég skal lofa þér; því meira sem þú lærir og skilur, því betri verður tónlistin (þú öðlast allavega hæfileikana til þess að framkvæma það sem þú heyrir í hausnum á þér, frekar en að spurja þig endalaust spurninga eins og “Hvernig fæ ég svona sound eins og *insert-artist-here* ??” ). Það eru fáránlega margir hlutir sem hægt er að pæla í: song structure, synthesis, arrangement, mixing, mastering, o.s.frv.
Hvort sem þú byrjar með Live, Reason eða FL STudio þá eru tutorials um allt, mæli með youtube, alveg haugur af góðum video tutorials þar.
PS: Ef það voru einhver orð í þessum pósti sem þú skildir ekki þá er google eða wikipedia með svarið (og í alvöru, leitaðu þau uppi, þú lærir bara af því! :)
Bætt við 30. janúar 2009 - 17:11
Smá viðbót: Ástæðan fyrir því að ég hætti að nota Reason var að þetta er lokað kerfi, þ.e.: það er það sem það er og þú situr uppi með það. Þetta er frábært fyrir byrjendur (að fá allt tilbúið í kassa), en þegar lengra er komið verða flestir pirraðir á að missa af öllum hinum frábæru hlutum sem VST býður upp á, nú eða bara pirraðir á að hafa ekki audio input (!!!!) og skipta þess vegna yfir í VST capable forrit… en byrjaðu með Reason, það er ágætt, þú munt sjálfur taka eftir því þegar þú vex upp úr því :)