Bjó þarna í fyrra sumar og stórefa ég að ég muni fara þangað þetta ár. Ferðir myndir reiknast svona:
Flug
100.000ca. getur reyndar flogið til barcelona og tekið bátinn yfir en þá kemur bara ferðakostnaðu ofaná það. Maður þarf að éta og svona.
Gisting í tvær vikur 50-100þ fer eftir því hversu vel þú vilt búa. Maður verður helst að vera á party hóteli í Ibiza town frekar en að fara í skítnum á “west end”.
Maður vill fara á helstu klúbbana og þá á stærstu kvöldin og kostar það 50-150 evrur bara inn. Það er bara 10-20þ eitt kvöld. Þá áttu kanski eftir að drekka eitthvað inni og það eru 30 evrur glasið. Nema náttlega þú sért bara í vatninu en 250ml kosta þá um 3000kr miða við gengi í dag. Og kranavatnið er náttlega heitt, mengað vatn.
Allir stærstu klúbbarnir eru svo staðsettir hér og þar um eyjuna og þarf maður að taka leigubíl á hvern og einn og kostar hver ferð um 5-10þ kr.
Ég á ekki efni á að fara þetta árið, eða allavegana mínum peningum er betur varið annarstaðar.