Cafe Cultura .::. Lof eða Last ?

Jæja loksins er ég búinn að fara nokkru sinnum á Cultura til að geta metið hann. Væntingarnar voru miklar og ég held að hann hafi bara staðist þær. Passlega stór staður skiptur í tvö hólf. Ágætlega snyrtilegur og skemmtilega öðruvísi áhangendur þarna heldur en annars staðar. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta alþjóðabar og mikið af heimshornaflökkurum, skiptinemum og öðrum fallegum drotningum.

Tónlistarvalið er mjög fjölbreytilegt og alls konar dj'ar og hljómsveitir troða þarna upp. Hljóðkerfið er bara hið prýðilegasta, JBL toppar og einn botn. Stundum er þó kerfið keyrt aðeins of hátt þegar líða tekur á kvöldið, en það fer þó að sjálfsögðu eftir hver er að spila og hversu fullur hann er ;) Reykingaraðstaðan bakvið til fyrirmyndar, en því miður verður hún að vera lokuð um helgar vegna nágranna og eftirlits væls. Klósettin eru stór og semi snyrtileg. Discóbúrið er lítið en það sleppur samt.

Barþjónar, dyraverðir og annað starfsfólk til fyrirmyndar.


Helsti ókostur staðarins er að það vantar annann bar þarna inn. Ég hefði sett annan slíkan inn í hitt hólfið. Getur verið smá tími sem það tekur að ná sér í glas þegar staðurinn er fullur. Barinn er ofan í dansgólfinu og tvær risa súlur fyrir honum.

kveðja,
B.