BigRoom
til þess að “ókeypis tónlist” verði ekki normið hjá komandi kynslóðum, það sér það hver heilvita maður að það gengur ekki til lengdar
Ekki sammála þessu. Að mínu mati er tónlist (þá sérstaklega raftónlist) að fara sama farveg og hugbúnaður. Fyrir nokkrum áratugum þurftirðu að vera í hvítum slopp til að geta notað tölvu í eigu hersins, en eftir því sem búnaðurinn varð ódýrari, minni og internetið varð vinsælara hefur hugmyndin á bakvið frían hugbúnað orðið stærri og stærri. Mér finnst að það sama hafi verið að gerast í tónlistinni, stúdíóin passa núna orðið í herbergið þitt og þú þarft ekki að eyða aleigunni í kaupa þennan búnað. Persónulega finnst mér besti hugbúnaðurinn sá sem er frír og opinn. Sé ekki neitt til fyrirstöðu að það muni ekki verða tilfellið í ókeypis og opinni tónlist (sample og project file'ar gefnir) í framtíðinni. Ímyndaðu þér sköpunarmöguleikana.
Flame on…