Allir dansa heima Þetta verðskuldar varla heila grein… en..

Mig langaði að deila með ykkur tónlistarmyndbandi sem við vorum að gefa út núna nokkrum klukkutímum fyrir jól.

Þetta er concept videó/lag sem kallast: allir dansa heima

Hérna er stykkið: http://www.youtube.com/watch?v=YaahSQ3xWeU

Vonandi verður þetta til þess að fólk sjái sér hag í því að dansa og skemmta sér heima jafnt sem annarstaðar, eða það var amk. hugsunin á bakvið þetta ;)

Aðeins um myndbandið: þetta er tekið á um 4 vikum á c.a. 50 heimilum á stór reykjavíkur svæðinu ( +eitt skot á akranesi og eitt í keflavík). Hugmyndin var að fá allskonar fólk á öllum aldri jafnvel einhverja þekkta einstaklinga í bland. Þetta er síðan tekið heima hjá hverjum og einum.

Lag og myndband er nánast algjörlega tveggja manna verk frá upphafi til enda, vona að það sýni kraft einkaframtaksins og hvetji aðra til dáða. Við fengum þó hjálp frá góðu fólki þar sem þurfti, svo ekki sé nú minnst á alla sem dönsuðu í myndbandinu. Budget í þessu vídeói var nánast ekkert, allt úr okkar eigin vasa og öll tæki fengin að láni, þökkum ÍNN og kvikmyndaskóla íslands fyrir það.


góða skemmtun og gleðileg jól!
“Humility is not thinking less of yourself,