Er ekkert mega inn í þessu en fíla margt ágætlega. það hefur alveg borið extra mikið á þessu í ár finnst mér þótt svona revival hafi verið að bubla undir í 3-4 ár, todd terje, lindstrom, studio og allt það balearic dót (pz hafa verið duglegir í að spila svona “nu disco”). Svo er líka gomma af editum að koma út finnst mér, sum góð sum hrikaleg.
Metro Area kvöldið í fyrra var samt eiginlega eina skiptið sem mér finnst þetta hafa sést almennilega á djamminu heima. það sem hefur verið auglýst sem “diskó kvöld” hefur oft verið svona meira commercial hliðin af gamla diskóinu. Mæli með Fabric diskunum frá James Murphy & Pat Mahoney og Metro Area disknum sem kom út um daginn. (hér er líka skemmtilegt metro area mix:
http://www.bodytonicmusic.com/podcasts/2008/nov/25/bodytoniclive-09-metro-area/) En eins og ég segi, er ekki mikið inn í þessu, kannski er ég bara að bulla?